Barnablaðið - 01.05.1954, Blaðsíða 9

Barnablaðið - 01.05.1954, Blaðsíða 9
Nokkra stund virti læknirinn hann fyrir sér og sagði því næst: — Já, ef til vill hefur þú rétt fyrir þér, þegar þú segir, að Guð hafi sent þig. Litla stúlkan mundi ekki lifa af þennan dag ef hún fengi ekki nýja húð á sárið. En við verðurn að fá sanrþykki for- eldra þinna til þess. En þá sagði Willy : — Mamma mín er dáin og faðir minn er í fangelsi svo að ég er al- veg einmana. Þér, lierra læknir, getið tekið stutta fótinn minn, ég lief hvort sem er engin not af lion- um. Takið þér bara liúðina. Ég þarfnast ekki borgunar fyrir liana, ég ætla að gefa litlu stúlkunni hana. Þessi frétt flaug samstundis urn allt sjúkrahúsið og meðan á að- gerðinni stóð, gengu allir hljóð- lega í námunda við skurðstofuna, því að þar inni lágu litla stúlkan og Willy Ro. Að tveimur tímum liðnum kom læknirinn út, þurrk- aði svitann af enni sér og hallaði höfði sínu upp að veggnum. Hjúkr- unarkona kom til hans og sagði: — Lifir litla stúlkan þetta af?“ — Já, svaraði læknirinn, hiin lifir. Uppskurðinum er lokið. — En hvers vegna grátið þér þá? spurði hjúkrunarkonan. Læknir- inn svaraði: — Ég græt vegna þess að Willy Ro er dáinn. Hann vaknaði aldrei af svæfingunni. Iátli, hugrakki drengurinn horfði inn í augu mín. áður en hann sofnaði og sagði: — Takið þér aðeins nógu mikið, svo að hún verði vel frísk, og um leið brosti hann. Borgarráðið íeisti marmara- minnisvarða yfir hann og á fótstall- inn eru þessi orð rituð: „Til minningar u?n Willy litla ROj sem gaf lif sitt til pess að annar fengi að halda lífi. í þessari frásögu er dregin upp fyrir okkur mynd af kærleikanum, sem birtist hér í sinni fegurstu rnynd, fórninni. Þessi drengur gaf líf sitt fyrir einn, en Jesús gekk í dauðann fyrir allt hið deyjandi mannkyn. Hugsið vkkur, hvílík fórn! Æskufólk, höfum við gefið okkur heilshugar Guði? Erum við fús, ef Guð krefðist þess, að leggja lífið í sölurnar fyrir hans málefni? Höfum við djörfung, þegar við sjáum halla undan fæti fyrir náunganum og brunalúður sálarinnar blæs á hann, og við sjá- um eyðilegginguna fram undan? Erum við þá fús að rétta frarn hjálpandi hönd og vera Guðs möguleiki til hans, Guðs hjálpandi lilekkur í björgunarkeðjunni til frelsunar og endurlausnar, jafnvel þó að það þyrfti að kosta okkur lífið? Mætti Drottinn hjálpa okkur að í orði og verki að lifa eins og sæmir kristnum mönnum. „Af því þekkjum vér kærleik- ann, að hann lét lífið fyrir oss, svo eigum vér og að láta lifið fvrir bræðurna." (1. Jóh. 3,16). Dan Gyllroth. HARNABLAÐIR 25

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.