Barnablaðið - 01.05.1954, Blaðsíða 12

Barnablaðið - 01.05.1954, Blaðsíða 12
ÞAÐ BORGAR SIG EKKI. Skozkur hertogi keypti sér eitt sinn kú, sem síðan átti að flytja heim á búgarð hans daginn eftir. Snemma, þennan dag, fór hertog- inn á skemmtigöngu og var þá klæddur alveg viðhafnarlausum búningi. Allt í einu kom hann auga á dreng, sem reyndi árang- urslaust, að reka liina nýkeyptu kú heim að slotinu. Kýrin var svo óþæg, að engin leið var fyrir dreng- inn að ráða við hana. Þegar liann kom auga á liertogann, sem liann ekki þekkti, kallaði hann til hans: — Ó, gerðu það fyrir mig, að hjálpa mér að koma kúnni heim að slotinu! Hertoginn lét sem hann lievrði ekki til drengsins, en hann hélt áfram að kalla. Að lokum varð hann mjög ákafur: — Komdu og hjálpaðu mér, þá skal ég láta þig fá helminginn af laununum! Þá gaf hertoginn sig fram til hjálpar drengnum. Meðan á því stóð, spurði hann: — Hversu mikið heldurðu, að þér verði borgað fyrir allt þetta erfiði? — Ég veit ekki, svaraði drengur- inn, en eitthvað fæ ég áreiðanlega, því að maðurinn, sem keypti kúna, er svó góður við alla. Þegar þeir komu heim að slot- inu, laumaðist hertoginn burt frá drengnum og gekk inn að bak- dyrurn. Hann kallaði á þjón einn, fékk honum gullpening og sagði: — Fáðu drengnum, sem kom hingað með kúna, þetta. Því næst fór hertoginn út aftur þurfti að fara frá henni svo fljótt. Það var rétt fyrir jólin, nokkr- um vikum seinna, sem liún fékk heimfararleyfið. Hún fékk að flytja burt úr þessum heimi, og ganga inn til fagnaðar Herra síns. Hún fékk að halda jólin hjá Frelsara sínum, sem hún lærði. fyrst að þekkja á elleftu stundu. Kæri, ungi vinur, sem enn ert í blóma lífsins. Getur ekki þessi stutta frásaga verið hvatning ti! þín, að leita Drottins meðan þú ert ungur, svo að þú bæði öðlist. kórónu lífsins, og getir helgað Honum alla krafta þína. Hversu miklu meira var starf þess manns, sem orti þennan sálm, heldur en hennar, sem las hann. Þó þurfti hvorutveggja að gjöra sitt, til að bjarga einni sál. Og Herrann þarf þín með, til að hjálpa til að safna uppskeru sinni. „Kom þú í hersveit þíns Frelsara fljótt fyrr en á skellur hin heldimma nótt. Hika ei vinur, því aðeins nú er eift spor — milli þín og Jesú.“ Kristin Jónsdóttir. 28 BARNABLAÐIf)

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.