Barnablaðið - 01.05.1954, Blaðsíða 16

Barnablaðið - 01.05.1954, Blaðsíða 16
 Bátar á JanRtseíljóti. — Ég þakka Jesú fyrir matinn, svaraði hann. — Ha, ha, ha! sagði hún hlæj- andi, þakka Jesú! Það er skrítið. Stúlkunni fannst þetta svo ein- kennilegt, að hún sagði vinstúlku sinni frá því næst þegar þær hittust. — Hann er svo skrítinn þessi drengur. Hann beygir höfuðið í itendur sér og segist þakka Jesú fyrir matinn. Er það ekki skrítið? Hefurðu heyrt annað eins? Þegar stúlkan var farin, gekk liin að borðinu og tók upp hið kristilega blað frá Shánghai. Jú, svo sannarlega, hér var auglýsing um dreng, senr hafði horfið. Gæti það verið, að þetta væri drengurinn, sem stúlkan var að tala um? Aðeins sannkristnir drengir beygja höfuð sín og tala við Jesúm, áður en þeir fara að borða. Bréf var sent at stað undir eins, og varla voru þrjár vikur liðnar fyrr en móðirin kom. — Elsku drengurinn minn! — Elsku mamma mín! Nú var hann fundinn aftur og leystur frá þrældómi. Guð hafði litið í náð til litla drengsins, sem ekki blygðaðist sín fyrir að beygja höfuð sitt og segja: — Ég þakka þér, Jesús, fyrir gjafir þínar. „Hvern, sem mér þjónar, Hann mun Faðirinn heiðra.“ stendur í Guðs bók. Og Aulabárður fékk að reyna, að það var sannleikur. Hann hafði heiðrað Guð með því, að gera borðbæn og nú heiðraði Guð hann með því að leiða hann á þennan hátt heim aftur til mömmu sinnar. Young China. 32 BARNABLAÐIÐ

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.