Barnablaðið - 01.09.1954, Blaðsíða 8

Barnablaðið - 01.09.1954, Blaðsíða 8
ruggustóllinn, sem var bezti hvílu- staður gömlu konunnar síðustu ár- in, þegar lasleikinn og verkurinn var mikill. Og hér er gamli sófinn, þar sem gamli maðurinn hvíldi sig og hvíldarstundirnar urðu æ lengri með degi hverjum, eftir því sem hinir þjáðu limir stirðnuðu meir og meir. í einum kassa liggja veiðarfæri. Ef til vill var það færið, sem hann veiddi risagedduna úr Tröllavatn- inu með, geddan, sem ætlaði að draga hann út í vatnið. Óðara en hægt er að hugsa um allt þetta, hefur uppboðshaldarinn boðið allt upp. Þó ekki allt. Við húsvegginn stendur ónýtur pappa- kassi með gömlum blöðum í. Hinn níræði öldungur, Pétur Jóhann, stendur og athugar innihald kass- ans og segir: — Þetta er ekki þess vert að selja. Jú bíðið við, hér er bók. Hann tók hana og blaðaði svolítið í henni: Biblía er það, já. Ég á eina slíka heima uppi á lofti. — Gefðu mér hana! kallar upp- boðshaldarinn. Hvað fæ ég fyrir hana? — Tuttugu og fimm aurar, byð- ur einn hlæjandi og allir hlæja með. — Tuttugu og fimm aurar er boðið. Fimmtíu aurar er næsta boð. Vill enginn bjóða meir? Það er hljótt augnablik, en svo segir einhver hæðnisorð um Biblíuna og trúaða fólkið. Aftur hlær fólkið. — Ekki vissi ég, að skóarinn læsi Biblíuna, segir einhver. — Fimm krónur, kallar þá allt í einu einhver. Augu allra snerust í áttina til þess sem bauð. Það var hún Móna litla, sem hafði boðið fimm krónur. — Þú ert of lítil til að bjóða á uppboði og svo hefur þú enga pen- inga til að borga með. Mamma hennar Mónu litlu var fátæk kona, sem vann fyrir sér hjá fólkinu í umhverfinu. — Ég á fimm krónur, sagði Móna með tár í augum, ég átti þær í sparibauknum mínum og mamma mín lofaði mér að taka þær og fara hingað og kaupa Biblíu gamla skósmiðsins. — Vissir þú, að hann átti Biblíu? — Já, sagði Móna, hann bað mig oft að lesa fyrir sig síðustu vikurn- ar, því hann sá svo illa og hafði enga krafta til að lesa sjálfur. Ég las um borg, sem hann sagðist ætla að fara til, og þar er hann nú. — Komdu þá með peningana, svo er hún þín. En mér finnst að þú hefðir getað notað þá til annars, sagði uppboðshaldarinn og kastaði Biblíunni hlæjandi til hennar. Það varð hljótt á meðal fólksins. Sumum fannst uppboðshaldarinn hefði getað talað hlýlegar til stúlk- unnar og öldungurinn Pétur Jó- hann sagði: — Hvað ætlar þú að gera með Biblíuna? 56 BARNABLAÖIÐ

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.