Barnablaðið - 01.09.1954, Blaðsíða 10

Barnablaðið - 01.09.1954, Blaðsíða 10
Var það englaheimsókn? Mamma var að hnoða deig í eld- húsinu. Litlu drengirnir hennar, tveggja og þriggja ára, léku sér á gólfinu. — Farið joið nú inn í stofu, elsku drengirnir mínir, sagði mamma, og leikið ykkur jrar, svo jrið brennið ykkur ekki á eldavélinni, þegar ég fer að baka. — Okkur langar svo að vera hjá þér, við skulum sitja alveg stilltir á stól, en viltu þá segja okkur sögu? Síðan settust þeir út í horn á sinn hvorn stólinn, en mamma sagði þeim fallega sögu, og fyrr en varði, var hún búin að baka stóra hrúgu af ilmandi ljósbrúnum kök- um, sem litlu drengirnir fengu auðvitað að smakka á. Allt í einu segir eldri drengur- inn: — En hvað þú ert búin að baka mikið, mamma mín, það vildi ég að englarnir kæmu nú, svo við gætum gefið þeim af þessu. Allra snöggvast, datt mömmu í hug að útskýra fyrir drengnum sínum, að englarnir nærast ekki á samskonar fæðu og við. En við nánari umhugsun hætti hún við það, og sagði aðeins: — Þá skaltu biðja Jesúm að senda þá. Meira sagði hún ekki við dreng- inn, en með sjálfri sér hugsaði hún: Ég skal taka eftir hver kem- ur næst. Með barnslegu trúartrausti, kraup litli drengurinn niður og bað: — Kæri Jesús, sendu englana þína til okkar, til að borða af kök- unum, sem hún mamma var að baka. — Amen. Varla var hann staðinn upp frá bæninni, þegar barið var á hurð- ina. Mamma fór sjálf til dyra. Þarna stóð kona, sem hún jjekkti mjög lítið. Hún bjó í kjallaranum og átti bágt. Fólk sagði, að hún væri ekki eins og fólk er flest, sem kall- að er, auk Jress var hún bláfátæk og vinasnauð, og gat ekki einu sinni haft börnin sín hjá sér. Og nú fann hún sér upp eitt- hvert smáerindi, til að heimsækja mömmu drengjanna. Og auðvitað fékk hún af kökunum heim með sér. Svo á eftir fékk mamma tæki- færi til að útskýra fyrir drengjun- um sínum, hvernig Jesús sendir stundum smælingja og fátæka í veg sinna barna, til þess að við get- um gert þeim allt það gott sem við vildum hafa gjört Honum. Því Hann sagði sjálfur: „Svo framarlega sem þér hafið gjört þetta einum þessara minna minnstu brœðra, þá hafið þér gjört mér það.“ Kristin Jónsdóttir. 58 barnablaðið

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.