Barnablaðið - 01.09.1954, Blaðsíða 12

Barnablaðið - 01.09.1954, Blaðsíða 12
heim úr einni hinni löngu ferð, þá kom með honum kristniboði. Þeir höfðu starfað saman í erlendum hafnarbæjum og haldið kristilegar samkomur. Og nú átti þessi trú- boði að vera gestur okkar, á meðan hann dvaldi hér, og héldi samkorn- ur í bænum og nágrenninu og segja fólkinu frá heiðingjatrúboð- inu. Hann sagði okkur mikið frá drengjum og stúlkum í heiðingja- löndunum, og spurði okkur hvort við elskuðum Drottin Jesúm. En þeirri spurningu vildum við bræð- urnir helzt komast hjá að svara. En það var nú ekki svo auðvelt að komast hjá því að svara þessari spurningu hans, því hann talaði oft um Drottin Jesúm við okkur. Að síðustu vaknaði hjá okkur báðum sterk þrá að tilhevra Drottni Jesú. Eitt kvöld heyrðum við að pabbi og mamma komu heim ásamt kristniboðanum. Þau voru ákaf- lega glöð og töluðu saman um þá mörgu sem gefið Iiöfðu Jesú hjarta sitt á samkomunum þetta kvöld. Og áður en þau fóru að sofa, sungu þau sálm um enclurkomu Drottins Jesú. F.g lá lengi vakandi og hugs- aði um það, hvernig fara myndi- fyrir mér, ef Drottinn Jesús kæmi nú í nótt, því ég var viss um það, að ég var ekki tilbúinn að mæta Honum. Það var bjart af tungls- ljósi sem um dag. Ég fór fram úr rúminu og kraup niður við það og játaði fyrir Guði að ég hefði slæma samvizku og bað Hann fyrirgefa mér sakir Jesú Krists, og sagði Honum að mig langaði til að frels- ast. Þá kom allt í einu upp í huga mínum vers sem ég hafði heyrt sungið á sjómannasamkomum, það er þannig. 1 Nú dvel ég í þeirri dýrðartrú, að Drottinn fyrir mig leið. Að saklaus Herrann sitt gaf blóð, og sjálfur fyrir mig þoldi neyð. í Ég hafði versið yfir upphátt af öllu hjarta mínu. Ég vissi að Guðs Orð segir, að það sem Guð þráir er það að við íruum á Son Hans Jesúm Krist, og ef við gerum það, þá öðlumst við frið Guðs í hjartað. Þetta fékk ég að reyna þessa hljóðu nótt. — Og nokkrum dögum seinna fékk Jósef bróðir minn að reyna hið sama á einni samkomu sem kristniboðinn hélt. Þá vorum við öll hamingjusöm og frelsuð fyrir Blóð Krists — öll í fjölskyldunni. Guði sé lof! Margt hefur breytzt á löngum tíma. Nú eru okkar ástkæru for- eldrar heima hjá Guði, en bróðir minn og ég gleðjum okkur í Guði Frelsara vorum, sem við gáfumst í æsku. Og mikil gleði er það okkur að fara á hverju sumri til sjó- mannaþorpsins og halda þar vakn- ingjarsamkomur. „Þvi að svo elskaði Guð heiminn, að Hann gaf sinn eingetinn Son, til þess að hver sem á Hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilift lif“ (Jóh. 3,i6). 60 BARNABLAÐIÐ

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.