Barnablaðið - 01.09.1954, Blaðsíða 15

Barnablaðið - 01.09.1954, Blaðsíða 15
En hann lærði líka fleira. Hann lærði að ganga á vegi syndarinnar, og varð svo. spilltur og lastafullur, að móðir hans dó af sorg. Án þess að hugsa sig um, yfirgaf hann meistara sinn og fór til Skot- lands. í Glasgow hafði hann verið tvö ár í þjónustu syndarinnar, þeg- ar móðir mín varð verkfæri í hendi Guðs, til þess að vekja hann. Við að sjá móður og son ganga hamingjusöm, hlið við hlið á vegi og réttlætisins, vöknuðu hjá honum sorgblíðar minningar frá hans eigin bernskutíð, þegar hann sjálfur og guðhrædda móðir hans gengu saman í Guðshús. En jafnframt vakti það nístandi sársauka, yfir að hafa vald- ið henni sorgar, sem dró hana til dauða. Þessi mikla geðshræring lagði hann á sjúkrabeð, og þegar hann komst á fætur á ný, var hann orðinn nýr maður. Hann sneri aft- ur til Englands, og fór til móður- bróður síns, og fékk hjá honum fyrirgefningu og líka leyfi til að læra guðfræði. Þegar hann hafði lokið því, fór hann til Suður- Af- ríku sem kristniboði. í morgun, um leið og ég sá Biblí- una yðar, fannst mér ég þekkja hana, og þegar ég svo fékk levfi til að skoða hana, og sá blíantskrift- ina, sem er ennþá hægt að lesa, var ég alveg viss. Og nú! — Vitið þér hver var fé- lagi minn þennan merkilega sunnu- dag? Það var hinn þekkti Jakob Hill, sem árið eftir var tekinn fastur sem göturæningi og hefur nú fengið sinn dóm. Og nú skiljið þér þau hræðilegu örlög, sem ég fyrir óendanlega náð Guðs, og bænir móður yðar, er frelsaður frá. Mér var bjargað frá barmi glötunarinnar — ég var eins og brandur úr báli dreginn.“ (Úr „Alvor og Gammen"). Lausn myndagátunnar. I»ar sem engin lausn hefur koraið við myndagátuna, er sennilega bezt að við segj- um í fáum orðum frá efni hennar. Eins og myndin sýnir, eru nokkrir menn í helli ein- um. I»að eru menn Davíðs og segir Biblían svo frá því: ,,Einu sinni fóru þrír af höfðingjunum þrjátíu og komu til Davíðs í hamrinum, í Adúllam-víginu, en flokkur af Filistum lá í hcrbúðum í Refaímdal. I»á var Davíð í víg- inu, en varðsveit Filista var þá í Betlehem. I»á þyrsti Davíð og hann sagði: Hver vill sækja mér vatn í brunninn í Betlehem, sem er við hliðið? I»á brutust kapparnir þrír gegnum herbúðir Filista, jusu vatni úr brunninum í Betlehem, sem er við hliðið, tóku það og færðu Davíð.** 2. Samúelsbók 23,13—16. Mynin í fyrra blaðinu sýnir, er kapparnir þrír koma með vatnsbelg og færa Davíð vatn úr brunninum f Bctlehcm. BARNABLAÐIÐ 63

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.