Barnablaðið - 01.02.1955, Blaðsíða 4

Barnablaðið - 01.02.1955, Blaðsíða 4
miklum áhuga. Er hann var búinn að fægja eitt stykkið, athugaði hann það vandlega, til þess að vita, hvort það væri nógu vel gert. Kom honum í hug, hvort verkið væri svo hreinlega gert, að mömmu sinni hefði líkað það. Þegar lokunartíminn var kom- inn, þá kom maðurinn niður, sem uphaflega hafði sent Ríkarð litla á vinnustaðinn. Hann kom nú til að líta eftir verkinu. — Hvernig gengur það? spurði hann. — Þarna er drengurinn loksins- kominn, sem okkur hefur vantað, sagði verkstjórinn, og benti á Rík- arð. Hann er framúrskarandi vand- virkur og samvizkusamur. Það leynir sér ekki heldur, að hann er vel uppalinn, ötull og vanur að vinna. — Það er einmitt það, sem mér líkar að heyra. Þegar við auglýsum eftir sendisveini, tökum við auð- vitað ekki hvern, sem er í þá stöðu. Vissi mamma þín, að þú fórst hing- að til að vinna? — Nei, mig langaði að koma að óvörum og gleðja hana með kaupi mínu. — Jæja, þá skaltu taka með þér heim fyrstu daglaun þín og segja mömmu þinni, að þú hafir fengið fasta stöðu hér. Um leið skaltu taka um háls hennar og þakka henni fyrir þetta góða uppeldi, sem hún hefur veitt þér. Ef fleiri drengir væru svona nákvæmir, þá mundi fleirum heppnast vel í lífinu. Allir geta skilið, hve móðir og sonur voru glöð, þegar Ríkarður litli kom heim um kvöldið, með fyrstu daglaun sín. Um leið og hann lagði arma sína utan um háls mömmu sinnar, sagði hann: — — Mamma, ég fékk atvinnuna vegna þess, að ég hafði það stöðugt í huga að gera verkið svo vel, að þér mundi líka það, ef þú hefðir séð það. Ég gleymdi því alveg, að ég var að vinna til þess að komast að sem fastur sendisveinn við verzl- unarfyrirtækið. Elkln og seíið. Eik, sem stormurinn hafði rifið upp með rótum, rak fyrir straumi fljóts nokkurs. — Bakkar fljótsins voru alþaktir sefi. Eikin varð alveg forviða, þegar hún sá, að svo veik- ir og máttlausir aumingjar, sem sefstráin voru, stóðu nú þarna ómeidd eftir fárviðrið, þar sem hún, svo voldug og sterk, hafði ver- ið brotin af rót sinni. „Furðaðu þig ekkert á því,“ sögðu sefstráin, „þú féllst um koll af því að þú hélzt að þú værir orð- in svo sterk og máttug, að þú þyrft- ir ekki að beygja þig. En við aftur á móti vissum, hvað við vorum veik og reyndum þess vegna ekki að stríða gegn storminum, en beygðum okkur fyrir lionum.“ „Guð stendur gegn dramlátum, en auðmjúkum veitir hann náð.“ 4 BARNABLAÐIÐ

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.