Barnablaðið - 01.02.1955, Blaðsíða 6

Barnablaðið - 01.02.1955, Blaðsíða 6
EN HVAÐ GAT OLI? Nokkrir litlir drengir stóðu út á hlaði á heimili eins þeirra. Sá, sem átti þar heima, hét Jón, og var sjö ára gamall. Hinir voru allir yngri. Óli var yngstur þeirra. Hann var öðru vísi en hinir, og eflaust vegna þess, að foreldrar hans voru sanntrúuð. Óli litli elskaði líka Jesúm, og vildi ekki hryggja hann í neinu. Mamma Jóns kallaði á hann. — Komdu inn, Jón, þú þarft að fara sendiferð fyrir mig. Jón lét eins og hann hevrði það ekki. Hún varð því að kalla aftur. Þá svaraði hann: — Já, ég kem bráðum, það ligg- ur ekki svo mikið á. Jón vildi sýna félögum sínum, að hann gerði eins og honum svnd- ist. Honum fannst, að hann þyrfti ekki að hlýða mömmu sinni alltaf. Að lokum fór hann þó til þess að ljúka erindinu. Hinir drengirnir voru kyrrir og mösuðu saman. Þeir fóru að hrósa sér af hinu og þessu. Allir vildu vera fremstir. — Ég get blótað eins og pabbi, sagði Ingi og rétti úr sér um leið og hann lét heyra ljótt dæmi upp á það, að hann gæti blótað....... — Ég hef reykt nærri því heila sígarettu, sagði Axel. En uss, uss, það var nú ljóta bragðið! Þá er nú betra að fá sér súkkulaðismola. Um það voru allir sammála. En það var þó ekki eins karlmannlegt, fannst þeim. — Pabbi minn segir, að það sé karlmannlegra að gera það ekki, sagði Óli. Hinir gáfu því engan gaum, sem Óli sagði. — Ég gat hnuplað ávöxtum, svo að enginn tók eftir því. — Andrés, það er sama og að stela, og það er synd gegn sjöunda boðorðinu, veiztu það ekki, sagði stærri drengurinn, sem hafði stað- ið álengdar og heyrt samtal drengj- anna. Gættu að þér, því að verkn- aðurinn kemst upp um þig, og þá færð þú að sjá, hvernig fer. — En þú, Óli, hvað getur þú? Getur þú blótað? - Nei. — En þú hlýtur að kunna að skrökva. — Það vil ég ekki heldur, sagði Óli. 6 BARNABLAÐIÐ

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.