Barnablaðið - 01.02.1955, Blaðsíða 8

Barnablaðið - 01.02.1955, Blaðsíða 8
Kristófer. „Er ekki þessi eins og brandur úr bdli dreginn?“ Zak. 3.2. Slökkviliðið í London, hefur meðal sinna manna margar sannar hetjur. Við getum til dæmis nefnt eitt nafn: Kristófer Benn. Það var eitt kvöld, að brunabjall- an hringdi. Allt slökkviliðið var komið á sinn stað, í einu vetfangi. Þegar komið var að hinu brenn- andi húsi, var það þegar orðið al- elda. í gluggunum sáust örvænt- ingarfull andlit manna og kvenna. Þessu fólki var þó öllu biareað fljótlega. Það var fyrst þegar þakið var í þann veginn að falla niður. að einhver varð þess var, að tvö börn voru eftir inni í hinu brenn- andi húsi. Sterkir, hugrakkir menn, störðu þegjandi inn í logana. Sum- ir slökkviliðsmennirnir áttu fullt í fangi með að komast út sjálfir. Það virtist vonlaust að reyna að biarga börnunum. Það var hræðilegt augnablik. Þá heyrðist allt í einu rödd. Hún hljómaði hátt osr hvellt út yfir óttasleginn mannfjöldann: — Er hér ekki einn einasti bruna- liðsmaður, sem trúir á Guð?“ „Hver yifl í dag sýna hetjudáð? Höndla þá eftir trú þinni.“ Þá gekk Kristófer fram. — Ég vil fara, sagði hann. Ég hef trú til að lifa, og til að deyja, komi ég lifandi út úr eld- inum, þá skal ég vígja Guði líf mitt. Hugsið um þetta félagar! Þegar hann hafði gefið þetta há- tíðlega loforð, gekk hann að stig- anum, og hvarf inn í reykinn og eldinn. Fáeinar óttalegar mínútur liðu. í mikilli eftirvæntingu biðu menn og konur, í óttaþrunginní þögn á staðnum. Ó, hvernig skildi honum nú ganga, þessum hug- prúða sveini, sem lagði líf sitt í hættu til að reyna að bjarga litlum hjálparlausum börnum, frá því að brenna inni! Nú voru liðnar þriár mínútur. Allt í einu létti yfir mann- fjöldanum því Kristófer kom nú niður stigann, með eitt barn á hvorum handlegg. En um leið og hann steig niður af neðsta þrepinu, féll hann magnvana niður. Andlit og hendur voru með stórum brunasárum. Hann komst þó fliótt til meðvitundar, og í áhevrn allra viðstaddra, vígði hann líf sitt þeim Guði, sem hafði varðveitt líf hans á þvílíkri hættustund. Menn voru hvort tveggja í senn: undrandi og hrærðir, yfir alvöru hans og djörf- ung. Seinna sagði hann frá, hvað 8 BARNABLAÐIÐ

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.