Barnablaðið - 01.05.1955, Blaðsíða 4

Barnablaðið - 01.05.1955, Blaðsíða 4
Jú, það var Jesús. Hailn ávarpar hana jafn blíðlega og hann var vanur, svo hún þekkir hann aftur og snýr sér að honum og segir á he- bresku: — Rabbúni, sem þýðir Meistari. Ó, hve hamingjusöm hún varð. Jesús lifir, Jesús lifir! endurómar í hjarta hennar hvað eftir annað. Og þessi sami boðskapur hljómar enn í dag, ekki aðeins á Páskunum heldur ávallt. Jesús lifir, það berg- málar um alla jörðina alla tíð. Skyldum við þá syrgja eða gráta? Nei, með gleði skulum við bera boðskapinn út til allra manna. Einnig börnin eiga að vera boð- berar hans. E. E. Drotiinn er irúfastur. Það var komið kvöld, litli dreng- urinn var lagstur á koddann sinn til að reyna að öðlast hvíld svefns- ins eftir erfiði dagsins, en liann gat ekki sofnað. Hann kallaði á mömmu, og kvartaði um vondan verk í vinstra eyra. Ég gætti að hitanum. Hann var kominn með háan hita, og eft- ir því sem á kvöldið leið, kvartaði hann meira í evranum. Hvað átti ég að gera fyrir litla drenginn minn? Jú, ég vissi hvar hjálpina var að fá. Ég kraup niður í bæn til Hans, sem engan lætur tómhentan frá sér fara. Ég talaði við Jesúm, minn ástkæra Frelsara, og bað hann að lækna litla drenginn minn, og ég itugsaði, ef Jesús læknar hann, skal ég vitna um það Drottni til dýrðar. Eftir stutta stund féll barnið í væran svefn. Hann svaf vært alla nóttina, og' er hann vaknaði um morguninn var verkurinn farinn úr eyranu og liitinn sem sagt horf- inn. Eftir stutta stund var hann kom- inn glaður og frískur út að leika sér með lítlu leikfélögunum sín- um. — Svona er Drottinn. Hann er bænheyrandi Guð og hann er máttugur Guð. Það er ekkert eins dásamlegt til, eins og að eiga Jes- úm sem vin og Frelsara. Ó, þú sem lest þessar línur, komdu til Jesti og leitaðu náðar hans. Hann segir sjálfur: „Biðjið og yður mun gefast. Leitið og þér munuð finna. Knýið á og fyrir yð- ur mun upplokið verða, því sér- hver sá öðlast, sem biður, sá finn- ur er leitar og fyrir þeim mun upplokið er á knýr.“ » t „Kom. til Jesú hann bjargar bezt, bjargi pvi á sé trú þin fest lengur sláðu ei frelsi á frest frið hann þér gefur og náð.“ Móðir. 20 BARNABLAÐIÐ

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.