Barnablaðið - 01.05.1955, Blaðsíða 6

Barnablaðið - 01.05.1955, Blaðsíða 6
Jesúm sáu þær ekki þar, en þær sáu tvo engla í skínandi klæðum, sem sögðu að hann væri upprisinn. Síðan birtist hann einnig læri- sveinum sínum og varð þá mikill fögnuður rneðal þeirra. Sýndi hann þeim hendur sínar og fætur með naglaförum eftir krossfestinguna. Hann neytti fæðu með þeinr og lét þá þekkja sig, svo þeir gætu verið vissir um, að hann væri sá hinn sami sem hann var, áður en hann var krossfestur. Hann lét þá sjá sig í 40 daga og talaði við þá um rnarga hluti, sem Guðsríki heyra til. Og hann bauð lærisveinum sín- um að fara með gleðiboðskapinn út um allan heiminn og prédika allt, sem hann var búinn að kenna þeim. Síðan lofaði hann að senda þeim Heilagan Anda, sem hann sagði að skildi leiða þá í allan sannleika, og gefa þeim orðin, sem þeir áttu að tala til fólksins. Eftir þetta blessaði hann þá og fór til hinrna og settist til hægri handar Guðs. Svo úthellti Jesús sínum Heilaga Anda yfir lærisveinana á Hvíta- sunnudag, alls 120 manns og þeir urðu allir fullir af Heilögum Anda og töluðu tungum eins og Andinn gaf þeim að mæla. Sœmundur Sigfússon. Þetta gaí hún. Hadda var trúuð stúlka, en hún átti enga peninga. Þó gat hún gefið margt á einum degi og nú skuluð þið heyra: Hún gaf klukkustund til að líta eftir litlu systur, sem var að taka tennur. Hún bjó til færi og títu- prjónsöngul lianda litla bróður, sem langaði að fara í veiðileik. Hún gaf Elínu, þjónustustúlkunni klukkustundarfrí til að heimsækja veika móður sína og vann verkin hennar á meðan. Hún klæddi sig sjálf og var svo góð og hjálpsöm, að mamma hennar fylltist gleði er hún horfði á dóttur sína. Hún skrifaði pabba sínum, sem var á ferðalagi, bréf, sem gerði hann hamingjusaman. Hún las langa sögu fyrir ömmu sína og kvaddi hana með kossi, er hún fór, svo garnla konan var bæði þakklát og ánægð. Af þessu sjáið þið, að Hadda gaf sex dýrmætar gjafir á einum degi og þó átti hún enga peninga. En hún gaf það, sem hún átti, og gaf það með gleði. Jesús vantar rnarga drengi og margar stúlkur, sem vilja gefa slíkar gjafir. 22 BARNABLAÐIÐ

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.