Barnablaðið - 01.05.1955, Blaðsíða 9

Barnablaðið - 01.05.1955, Blaðsíða 9
eldrar hennar höfðu gefið henni hana. Með lindarpenna föður síns, skrifaði hún fremst í bókina orðin: „Óttastu ekki, trúðu að- eins!“ Það var ekki aðeins á blöð- um Biblíunnar, að þessi orð stóðu skrifuð. Hún hafði þau einnig skrifuð í hjarta sitt, og í gegnum þau var góði Hirðirinn orðinn henni öruggt skjól. Didda endursagði. Til einskis nýt. Maður nokkur var eitt sinn að tala við börn. Allt í einu tók hann upp úrið sitt og spurði börnin, hvort þau vissu til hvers úr væri notað. — Til að sýna hvað tímanum líð- ur — svöruðu börnin. — Rétt er það, en gerum nú ráð fyrir að úrið væri bilað og ekki væri hægt að gera við það, hvað þá? — Þá er það til einskis gagns. Síðan tók maðurinn upp blýant og spurði börnin til hvers hann væri notaður. — Hann er til að skrifa með hon- um, svöruðu börnin. — En segjum svo að ekkert blý væri í honum, til hvers væri hægt að nota hann þá? — Þá væri hann til einskis nýt- ur, var svarið. Síðan tók hann upp vasahníf og spurði til hvers hann væri. — Til að tálga með, sögðu börn- in. — En ef ekkert blað væri í hon- um? — Þá væri hann ónýtur. — Jæja, þá erum við sammála um, að úr, blýantur eða hnífur er til einskis nýtt, ef þau geta ekki gegnt hlutverki sínu. — Já, svöruðu börnin. — En börnin góð, sagði maður- inn, til hvers eru þá drengir og stúlkur sköpuð? Nú svöruðu börnin engu. — Hver er aðaltilgangurinn með veru manns hér? Að læra að þekkja Guð og gefa honum dýrðina og síðan að lifa um eilífð með honum. En ef nú börnin gera ekki það, sem þau eru ætluð til, til hvaða gagns eru þau þá? Þá svöruðu öll börnin í einu hljóði: — Til einskis gagns. Drengir og stúlkur. Við skulum reyna að þóknast okkar himneska föður og vera það, sem hann hefur ákvarðað. í eigin krafti getum við það ekki, en Jesús vill frelsa okkur og hreinsa með sínu dýrmæta blóði. Þá getum við þóknast hon- um hér og síðan verið með honum um alla eilífð. BARNABLAÐIÐ 2S

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.