Barnablaðið - 01.05.1955, Blaðsíða 12

Barnablaðið - 01.05.1955, Blaðsíða 12
þarna í mörgum bugðum allt niður að brúnni, svo ef ég aðeins næði þangað, væri veikur möguleiki að bjarga honum. Ég hljóp sem fætur toguðu heim að húsunum og náði í Jehú og hleypti á harðastökki niður að brúnni. Auðvitað höfðu fleiri orð- ið varir við er drengurinn féll í ána og fólk hafði þegar farið niður að brúnni og stóð nú þar og horfði út í hvítfissandi strauminn. Er það sá mig koma stukku allir til hliðar, því að þeir þekktu Jehú. Allt í einu sá ég Friðrik þar sem hann barst með straumnum nær og nær brúnni. Ég stökk af baki og hljóp að brúarstöpli einum og renndi mér niður að vatninu, þar sem ég hélt að Friðrik mundi flióta framhjá. Ég hélt mér fast með annarri Iiendinni í stöpulinn en með hinni náði ég taki á Friðrik á síðasta augnabliki. Hinir höfðu meðferðis kaðal og hann gat ég bundið um Friðrik sem síðan var dreginn upp. Höfuð hans hafði slegist við stein og blóðið rann úr sárinu. Hann rankaði þó við sér eftir litla stund. Ég sat lengi hjá honum og þegar hann var orðinn svo hress, að hann gat farið að tala, spurði hann: — Hvernig stóð á því Fíkarður, að þú teflir lífi þínu í slíka hættu til að bjarga mér? Þú hefðir siálf- ur getað hrifist með vatnsflaumn- um. — Heldur þú að ég geti horft á félaga minn drukkna án þess að reyna að bjarga honum? svaraði ég. Friðrik þagði góða stund, síðan rétti hann út hönd sína og tók um hné mitt. — Ríkarður, sagði hann, get- urðu ekki skilið það, að þú varst viljugur að stökkva út í fljótið til að bjarga mér af því að þú elskað- ir mig. Og ég er þér mjög þakk- látur. Hefðir þú ekki gert það, væri ég ef til vill ekki lifandi nú og gæti ekki talað við þig. En Jes- ús gerði eitthvað þessu líkt fyrir þig. Hann elskar þig og gaf sig sjálfan fyrir þig, þar sem þú varst í miklu meiri hættu heldur en ég var í fljótinu. Ætlar þú að láta fórn hans verða til einskis gagns fyrir þíg? Ég hafði aldrei hugsað um þetta í þessu ljósi fyrr. Ég elskaði Frið- rik og vildi bjarga honum. Og Jes- ús hafði elskað mig meira. Hann var viljugur að leggja líf sitt í söl- urnar, á krossinum, til að bjarga mér frá eilífum dauða. Sannarlega var það hið minnsta, sem ég gat gert, að taka á móti honum sem Frelsara mínum og auðsýna Hon- um þaklæti mitt. Ég kraup á kné við rúm Friðriks og gaf Jesú hjarta mitt og líf. Ég vildi ekki skifta á því lífi, sem hann gefur fyrir nokkuð í þessum heimi. Ég hef fundið, að það er ánægju- legt líf að fylgja Jesú og liann hef- ur varðveit mig gegnum nrargar freistingar síðan þetta skeði. 28 BARNABLAÐIÐ

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.