Barnablaðið - 01.05.1955, Blaðsíða 14

Barnablaðið - 01.05.1955, Blaðsíða 14
í eitthvað ætilegt. En hann varð skelfingu lostinn, þegar hann sá stórt ljón, sem stóð við hellismunn- an. Hann stirðnaði upp af hræðslu og starði á villidýrið. En hvað var þetta? Ljónið stóð aðeins á þremur fótum, en úr ein- um fætinum rann blóð. Með sárs- aukakveini gaf það til kynna, að það hefði miklar kvalir. Hægt og varlega nálgaðist það Andrókles, sem ennþá stóð í sömu sporum. Það leit á hann bænaraugum, eins og það vildi segja: — Kæri vinur ,hjálpaðu mér. Ég mun ekki gera þér neitt mein. Andrókles skildi, hvað dýrið vildi og beygði sig niður til að at- huga fót þess. Hann var mjög bólg- inn og auk þess með sár, sem var fullt af grefti. Stærðar tréflís hafði stungist inn í fótinn. Andrókles dró flísina út og hreinsaði gröft- inn úr sárinu eins vel og hann gat. Ljónið hætti að veina en strauk makkanum aftur og aftur við Andrókles, eins og það væri að þakka fyrir sig. Þrjú löng ár dvöldu Andrókles og Ijónið í hellinum. Er Ijónið náði í bráð, konr það ávallt með eitthvað handa Andrókles og hætti ekki fyrr en það fékk hann til að borða líka. Ef hann vildi sofa hall- aði hann höfðinu að mjúkum makka ljónsins, eins og kodda. Að lokurn fór Andrókles að leið- ast vistin í hellinum og dag nokk- urn, þegar ljónið kom ekki aftur eins og venjulega, þá gat hann ekki haldið út lengur í eðimörkinni, en fór aftur til borgarinnar. — Nú þekkir mig enginn aftur, hugsaði hann. Menn uppgötvuðu samt fljótt, að hér var kominn strokuþræll landsstjórans. Rómverskir hermenn tóku Andrókles til fanga og sendu liann til Rómaborgar með næstu þrælasendingu. Það var sama og dauðadómur, enda var hann búinn að vera aðeins fáa daga í borginni. þegar ákveðið var að varpa honum fyrir villidýrin á leiksviðinu. Calicula keisari kom með fylgd- arliði sínu til að horfa á athöfn þessa. Dvr opnuðust á leiksviðinu og út um þær geystist, grimnrt og öskrandi ljón, albúið þess að rífa Andrókles í sig. Er dýrið nálgaðist þrælinn, hrökk það til baka og byrjaði síðan að dingla rófunni og reiði þess og grimmd breyttist í gleði. Það nuddaði sér vinalega upp við Andrókles, sem þar þekkti strax sinn gamla vin úr eyðimörk- inni. Ahorfendurnir undruðust stór- lega. Aldrei höfðu þeir'séð þvílíkt. Sarna ljónið, sem áður hafði rifið sundur fjölda manna, verndaði nú þennan auma þræl. Calicula keisari lét kalla Andró- kles á sinn fund og spurði hann. hvernig á þessu stæði. Svertinginn sagði þá keisaranum sögu sína. Er hann hafði heyrt frásögnina ákvað hann að gefa Andrókles frelsi og ekki einungis það, heldur gaf hann honum Ijónið líka. 30 BARNAB LAÐIÐ

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.