Barnablaðið - 01.06.1955, Blaðsíða 5

Barnablaðið - 01.06.1955, Blaðsíða 5
kæmi sjálfur til að sækja skóna sína, því að ég þarf að tala við hann. Mamma varð að fara án þess að fá klossana og síðan sendi hún Pál að sækja þá. — Varstu hræddur að koma hér? spurði skósmiðurinn þegar Páll kom inn. — F.g hélt kannske að þú hefðir reiðst við mig þegar ég kom hér síðast, svaraði Páll og var hálf óstyrkur. — Reiður. Hvers vegna hefði ég átt að reiðast. Þú gafst mér það bezta, sem þú áttir. Komdu nú og seztu hérna, þá skal ég segja þér nokkuð. Páll settist á stólbríkina. Það var bezt að vera tilbúinn að flýja, hugsaði hann. — Þú skalt ekki vera hræddur við mig, sagði skósmiðurinn rólega. Ég veit að ég er kallaður „þver- haus“ og mörgum fleiri illum nöfnum, en sjáðu til. Það getur vel verið að ég hafi orðið bæði þver og illur í lund því enginn hefur nokkru sinni kært sig um mig. Móðir mín dó þegar ég var ung- barn en faðir minn dó þegar ég var aðeins nokkurra ára gamall. Síðan hefur enginn kært sig um mig- Ég fór strax að reyna að vinna fyr- ir mér, en menn voru aldrei góð- ir við mig heldur þvert á móti. Þá verður maður bitur í hjarta. Svo hef ég ekki kært mig um neinn og bara óskað að fá að vera í friði. En þegar þú gafst mér brjóstsykurinn, sem ég vissi að þér þótti sjálfum svo vænt um, þá var eins og eitt- hvað bráðnaði innra með mér. Mig fór að langa til að eiga vináttu ein- hvers. Ég skal segja þér að þessi gjöf gerði mér gott, og skósmiður- inn tók í hönd Páls og þrýsti hana hrærður. — Þá skulum við vera vinir, sagði Páll og brosti sínu fegursta brosi. Ég skal koma oft til þín svo að þú verðir ekki einmana. — Þa-kka þér fyrir, drengur minn, sagði skósmiðurinn og þurrkaði burtu tár, sem hafði laum- ast fram í augnkrókinn. Hérna eru nú klossarnir þínir. Þú skalt ekki borga viðgerðina. Ég veit að móð- ir þín verður að halda spart á pen- ingunum sínum, svo þú getur sagt henni að þú hafir unnið fyr- ir þessari viðgerð. Þú skalt vera þakklátur að eiga móður á lífi. — Já, það er ég líka. Ég þakka Guði fyrir hana á hverjum degi, svaraði Páll alvarlega. — Jæja, gerir þú það. Það er al- veg rétt, sagði skósmiðurinn hugs- andi. Frá þessum degi voru skósmið- urinn og drengurinn beztu vinir. Það var barnsleg hlýja, sem þýddi gamla, harða hjartað. Þegar menn síðar töluðu um breytinguna, sem orðin var á skó- smiðnum, var hann vanur að segja: — Það var lítill drengur, sem sló mig með spýtubrjóstsykri svo að ég bráðnaði upp. BARNABI.AÐIÐ 37

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.