Barnablaðið - 01.06.1955, Blaðsíða 8

Barnablaðið - 01.06.1955, Blaðsíða 8
Einar Ekberg: ISerii^tkiiBiiiiinÍBi^ar. Fyrstu minningar rnínar frá bernskuárum eru frá þeim tíma þegar ég, sem lítill drengur, nokkurra ára gamall, fékk að fara til kirkju með föður mínum. Það var alvarlegur hátíðablær yfir sunnudagsmorgnunum, þegar ég sat við hlið föður míns á kirkju- bekknum, klæddur í mín beztu föt. Ennþá er mér þetta svo ljóst í minni. Það, sem ég hafði mestan áhuga á, var stóra kirkjuorgelið og mað- urinn, sem spilaði á það. Mér fannst prédikunin löng og ég beið með óþreyju eftir að presturinn segði amen, því þá byrjaði söngurinn. Pabbi hélt þá söngbókinni þannig að ég gat séð í hana líka. Sérstak- lega man ég eftir einum söng, sem var mikið sunginn á samkomun- um og sem pabbi söng oft heima og spilaði undir á harmoniku. Blaðið í söngbókinni þar, sem þessi söngur stóð, hafði gulnað undan fingrunum á pabba. Ennþá get ég heyrt fyrir mér sterka rödd föður míns, þegar hann söng: Lofið Drottin, lofið Drottin. Upp mín sál i söng. Sytig um sárin, blóðið, sanna lifsins flóðið. 40 BARNABLAÐIÐ Jesús sigrar, Jesús sigrar. Dýrð, hallelúja! Við bjuggum í leiguíbúð, sem var dimm og sólarlaus. Ég man, enn þá mína takmarkalausu gleði á vorin, þegar blessaðir sólargeisl- arnir þrengdu sér milli steinhús- anna, hinu megin við götuna og inn í gengum gluggana okkar. í gleði minni lagðist ég stundum á gólfið og kyssti gólffjalirnar, sem sólargeislarnir skinu á. Snemma hafði ég mikinn áliuga á söng og hljómlist. Það kom oft fyrir, þegar enginn var í eldhús- inu, að ég fór þangað inn, lokaði dyrunum og klifraði upp á eldhús- bekkinn. Þar gat ég svo setið tím- unum saman og skáldað og sungið um allt mögulegt. Mest var það þó um Jesúm, engl- ana og himininn. Mamma og systkini mín stóðu þá stundum við dyrnar og hlustuðu, án þess að ég vissi, því þau vildu ekki ónáða mig. Við höfðum orgel heima. Eldn bróðir minn, sem gat leikið nokk- ur lög á það, var fyrsti kennari minn í þessari undursamlegu list, sem mér fannst. E'yrsti söngurinn, sem ég lærði að spila var:

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.