Barnablaðið - 01.06.1955, Blaðsíða 9

Barnablaðið - 01.06.1955, Blaðsíða 9
Enginn þarf að óttast siður en Guðs barna skarinn friður. \ Ég átti ákaflega erfitt með að sh'ta mig frá orgelinu. Það fvrsta, sem ég gerði næsta morgun var að fara yfir lagið og það tókst vonum framar. Enginn getur skilið, hvað ég varð glaður. Mér fannst nýr heimur opnast mér. En ég gerði mig ekki ánægðan með þetta. Ég vildi líka læra að spila á gítar, en ekkert af systkin- um mínum vildi kenna mér það. Ég var svo lítill og þau héldu að fingur mínir væru of litlir til að taka gripin. En ég fann ráð við þessu. I hvert sinn, sem ég fékk að fara á samkomu og strengja- sveitin spilaði, settist ég eins fram- arlega og ég gat, til að sjá hvernig stúlkurnar spiluðu. Þá reyndi ég að festa mér í minni eitt og eitt grip. Síðan, þegar samkoman var búin, flýtti ég mér heim og reyndi að æfa mig að taka það grip, sem ég hafði lært. Þetta heppnaðist og brátt gat ég slegið Iielztu hljóm- ana. Það var stundum ein og önn- ur skekkja í þessu, sérstaklega af því að fingurnir voru stuttir og kubbsiegir, en þó gat ég nokkurn veginn fikrað mig áfram og það gladdi mig ósegjanlega inikið. Eitt sinn eignaðist ein af systrum mínum mandólín, en einhverra hluta vegna missti hún áhugann fyrir að Iæra að spila á það, svo mandólínið lá ónotað heima. Dag nokkurn fór ég að athuga það og fann það út að hægt var að spila lög á það. Ég man það vel að ég fór afsíðis og reyndi að spila, þang- að til að ég gat spilað hvaða lag sem var, systur minni til mikillar undrunar. Þá var það eitt sinn að ég náði í harmónikuna hans pabba. Ég man vel hvernig hún leit út. Ein- föld með tvo bassa og stillt í C-dúr. En hljóðin, sem ég framleiddi úr henni þoldi enginn til lengdar svo mér var sagt að láta harmonik- una kyrra. Mér fannst það ákaflega sorglegt, að mega ekki spila eins og pabbi. Ég hafði svo oft séð og heyrt hann spila, að ég kunni alveg aðferðina. Ég ígrundaði mikið, hvernig ég ætti að fara að þessu. Allt í einu datt mér í hug myrkra- stofan hans bróður míns. Hann var að læra ljósmyndun og hafði inn- réttað sér myrkrastofu í gömlum skáp. Eina ljósið var sterkur, rauð- ur lampi .Það var mjög erfitt að sjá þarna inni, en þegar maður var búinn að vera þar dálitla stund, gekk það sæmilega. Ég tók nú harmonikuna og lok- aði mig inni í myrkrastofunni og þar lærði ég að spila. Það varð náttúrlega ekkert listaspil, en ég var himinglaður yfir hverju nýju lagi, sem ég gat spilað. Smátt og smátt gekk það svo betur. Jafnvel þó sex ára dreng þyki mikið gaman að spila á hljóðfæri getur hann ekki sinnt því allan daginn. Það verður að breita til. Mamma ákvað að láta mig ganga í BARNABLAÐIÐ 41

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.