Barnablaðið - 01.12.1955, Blaðsíða 2

Barnablaðið - 01.12.1955, Blaðsíða 2
Einu sinni bjó ung kona í fjarlægu landi, sem nefnist Gyðingaland. Konan hét María. Þorpið, sem hún átti heima í, hét Nazaret. Húsið liennar, hvítt. með flötu þaki, stóð uppi á hæð einni. María var önnum kafin allan daginn. Hún malaði korn og bjó til brauð og sótti vatn út í brunn- inn. Allir íbúar þorpsins sóttu vatn í sama brunninn og þar hitti María hinar konurnar, sem líka voru að sækja vatn. Þá var spjallað um nýj- ungar dagsins. Stundum töluðu þær um að Guð liafði lofað að senda Messías, sem átti að flytja mönnun- um frið og gleði og hjálpa þeim til að vera hamingjusamir menn. „Hvenær ætli hann komi og hvar skyldi Guð láta hann fæðast?“ hugs- aði María. Skammt frá húsi Maríu bjó Jósef, sem var unnusti hennar. Hann var trésmiður. Bráðum ætluðu þau að gifta sig og stofna sitt eigið heimili. Þá yrði gaman að lifa. Eitt sinn, þegar María var ein heima, birtist allt í einu skært ljós í stofunni hennar. Er hún gat litið upp, sá liún fagran engil í skínandi 'klæðum, sem ávarpaði hana: 66 BARNABLAÐIÐ „Heil vert þú, sem nýtur náðar Guðs. Drottinn sé með þér. Þú munt eignast son og skalt þú láta hann heita Jesúm. Hann mun verða mikill og kallast sonur hins hæsta, konungur, sem flytja mun fögnuð á jörð.“ María hlustaði hugfangin. Atti liún að verða móðir konungsins, sem Guð hafði lofað að senda í heiminn? Ó, hvað þetta var undur- samlegt. Hún féll á kné og sagði: „Sjá, ég er ambátt Drottins. Verði mér eftir orðum þínum.“ Þá fór engillinn burt frá henni. Nokkru seinna kom Jósef til Maríu og sagðist þurfa að fara til Betlehem til skrásetningar. Hann bað Maríu að koma með sér, því að hann vildi ekki skilja hana eftir eina. „En ef barnið skyldi nú fæðast einhvern daginn,“ sagði María. „Þess vegna vil ég ekki skilja þig eftir eina,“ sagði Jósef. „Hugsaðu þér bara, ef það skyldi nú fæðast í Betlehem, sem er borg Davíðs." „Ég ætla þá að taka með mér barnafötin, sem ég er búin að sauma, svo að Jrau séu til, ef barn- ið skyldi fæðast í Betlehem." Framhald á bls. 68.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.