Barnablaðið - 01.12.1955, Blaðsíða 4

Barnablaðið - 01.12.1955, Blaðsíða 4
HIN FYRSTA JÓLAGJÖF. Framhald af bls. 66. Síðan bjó María um barnafötin og annað, sem með þurfti til ferð- arinnar. Jósef kom með asnann sinn og María settist á bak og svo lögðu þau á stað. I>að er löng leið frá Nazaret til Betlehem. Leiðin liggur yfir fjöll osr dali og nokkrar nætur sváfu þau undir berum himni. Loks kornu þau til Betlehem seint um kvöld. María var orðin ósköp þreytt, en Jósef reyndi að liughreysta liana. „Nú færð þú að hvíla þig,“ sagði liann. „Við hljótum að fá einhvers staðar gistingu." I>au sáu, að allt var fullt af ferða- fólki. Jósef fór til gistihússins, þar sem ferðamenn leituðu gistingar og spurði livort þau gætu fengið her- bergi. „Nei, því miður," sagði gestgjaf- inn, „ég hef ekki eitt einasta her- bergi laust. Hér er allt fullt af ferðafólki vegna skrásetningarinn- ar.“ Það var sama, livar Jósef reyndi fyrir sér. Alls staðar var sarna svar- ið: Allt fullt. Loks spurði Jósef einn liúseigandann: „Hvar er hægt að fá húsnæði? Við erum alveg úrvinda af þreytu.“ Maðurinn svaraði: „Herbergi höfum við ekki, en ykkur er velkomið að vera í fjár- húsinu, ef þið getið gert yk'kur það að góðu.“ Jósef og María þáðu þetta boð og bjuggu um sig í fjárhúsinu. Jósef lét mjúkt hey á gólfið og breiddi síðan yfirhöfn sína yfir Maríu. Mikið varð hún fegin að geta hvílt sig í mjúku heyinu. Allt var kyrrt og hljótt. Úti var aldimmt, en María sá út um dyrn- ar, stjörnurnar blika á himninum. Ein stjarnan var skærust og lýsti beint inn í fjárhúsið, eins og luin væri að flytja Maríu boð frá Guði. Þarna í næturkyrrðinni fékk María liina undursamlegu gjöf frá Guði, litla barnið — Jesúm. María færði litla barnið í fötin, sem hún hafði saumað og haft með sér. En vöggu, átti hún ekki. Hvar átti hún að leggja litla drenginn? í jötuna, fulla af heyi. Þar var hann lagður af mjúkum móðurhöndum. Augu Maríu Ijómuðu af gleði, er hún leit á gjöfina miklu, sem Guð hafði sent í heiminn, Jesúbarnið. I>að varð undursamleg jólanótt. Estcr Nilsson endursagði úr sœnsku. BARNABLAÐIÐ kemnr út timm sinnum á ári, o£ verð- nr 10 túlublöð. Argangurinn kostar kr. 10.00, og srrelðist 1 .febrúar. í lausa- sölu kostar blaðlð 2 krónur eintakið. Ritst jórar: Ásm. Eiríksson og Eric Ericson. tjtgefandi: Fíladelfía, Hverfisgrötu 44. Reykjavík. Borgrarprent, Reykjavík. 1955. 68 BARNABLAÐIÐ

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.