Barnablaðið - 01.12.1955, Blaðsíða 5

Barnablaðið - 01.12.1955, Blaðsíða 5
ARVID OHLSON: jólagesiurinn Borg kennari hafði fengið stöðu við skóla í höfuðborginni. Hann bjó þar fyrst í litlu herbergi, en fjölskylda hans var kyrr ennþá í gamla heimilinu þeirra úti á landi. Húsnæðiseklan var svo mikil í borginni. í jólamánuðinum tókst þeim þó að fá íbúð, sem þau fluttu í. Sveinn litli, sem var sex ára og eina barnið í fjölskyldunni, hlakk- aði ekkert til að flytja til borgar- innar. Hann vissi, að þá nrundi hann missa alla sína góðu leikbræð- ur og skemmtilegu staðina, sem þeir léku sér á. Það var svo leiðin- legt að flytja svona rétt fyrir jólin og fá svo ekki að vera með í neinu jólaboði, þar sem hann þekkti eng- an í borginni. Hann gat næstunr grátið við tilhugsunina um þetta. En móðir hans reyndi að hug- lrreysta hann. Pabbi mundi finna nýja félaga handa Sveini í stórborg- inni, þegar þau væru búin að koma sér vel fyrir þar. En innra með sér vissi hún, að það gat dregizt, því að Borg kennari valdi ekki hvern sem var til að vera félagi drengsins síns. Hann vildi ala hann upp eftir eigin geðþótta. Sveinn átti að fá félaga úr hans stétt. Hann átti að varðveitast bæði frá sunnudaga- skóla andrúmsloftinu og einnig frá götudrengjunum. Frú Marta var manni sínum sammála í þessu sem öðru. Hún var fyrir löngu búin að skilja sig frá sínu bernskuheimili, sem hafði með sér hlýjan trúarleg- an anda. Kristindómurinn var ekk- ert fyrir menntaða fólkið. Þar hafði maður hennar alveg rétt fyrir sér. Afleiðingin varð sú, .að Sveinn litli fékk hvorki að læra barnabænir eða vers. BARNABLAÐIÐ 69

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.