Barnablaðið - 01.12.1955, Blaðsíða 6

Barnablaðið - 01.12.1955, Blaðsíða 6
En þetta yrði nú ósköp einmana- legt fyrir Svein, fyrstu jólin hans í stórborginni. En að bjóða einhverj- uni dreng að vera hjá þeim um jólin? Hún hugsaði til frænda hans, sem átti heima suður á Skáni. Drengirnir voru næstum jafngaml- ir, en höfðu aldrei sézt, þó undar- legt væri. Orsökin var lítil kynni milli þessara tveggja fjölskyldna. Þegar Marta giftist, hljóp einhver snurða á þráðinn milli systranna. Þetta hafði ekki jafnazt, þótt árin liðu. Marta varð að viðurkenna fyrir sjálfri sér, að hún hafði aldrei viljað taka í útrétta hönd systur sinnar til sátta. En nú var gott tækifæri. Borg tók þessu ekki vel í fyrstu. Hver vissi nema drengurinn væri annað hvort einhver guðrækilegur heimaalningur eða jafnvel mesti pörupiltur? En Sveinn vildi þetta svo gjarnan. Hann bað og grét, þangað til hann fékk vilja sínum framgengt. Móðir hans skrifaði og bauð drengnum að dvelja lijá þeim um jólin, en hún óskaði næstum að boðinu yrði hafnað. Svarið var þó jákvætt, þegar það kom, og Ev- ert átti að korna með hraðlestinni á aðfangadagsmorgun. Sveinn litli varð ákaflega glaður. En ekki varð þó Evert frændi hans minna glað- ur. Hugsa sér, að fá að fara ein- samall til stórborgarinnar og sjá svo margt! Hann hoppaði jafnfætis um stofugólfið hring eftir hring. Svo ætlaði mamma að senda jóla- gjafir nteð honum. Hún var þegar 70 BARNABLAÐIÐ búin að kaupa góða bók handa Borg og fínan blómavasa handa Mörtu. Síðan var eftir að finna eitt- hvað hæfilegt handa Sveini. Evert fór með mömmu sinni í búðir til að leita að jólagjöf handa honum. Þá sá hann fallega mynd í gvlltum ramma. Myndin var af litlum dreng, sem gekk yfir rnjóa brú, er lá yfir djúpa gjá. Að baki honum gekk engill með hvíta vængi og hélt höndum sínum um axlir drengsins í verndarskyni. „Þessa mynd skulum við kaupa handa Sveini. Hann verður glaður að fá hana á vegginn yfir rúminu sínu.“ Mamma hugsaði sig um fáein augnablik. En hvers vegna ekki að kaupa myndina? Og brátt voru kaupin gerð. Fjölskyldan Borg bafði flutt inn í nýja leiguhúsnæðið og komið sér þar fyrir. Sveinn var ákaflega hrif- inn af litla herberginu sínu. Það mundi verða virkilega gaman þegar Evert kæmi. Hvítu húsgögnin fóru svo vel við rósótt veggfóðrið. En þó var það eitt, sem Sveinn saknaði. Það var gamla myndin yfir rúrninu. Þetta var gömul ævintýramynd, sem mömmu fannst fara svo illa í nýja herberginu. „Þú skalt fá fallegri mynd ein- hvern tíma,“ sagði hún og Sveinn varð að gera sig ánægðan með það. Loksins rann upp aðfangadagur- inn. Sveinn fór með pabba til járn- brautarstöðvarinnar til að sækja Evert. Það lá vel á Sveini. Evert

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.