Barnablaðið - 01.12.1955, Blaðsíða 11

Barnablaðið - 01.12.1955, Blaðsíða 11
EINAR EKBERG: A heimili foreldra minna var til ljóðasafn eftir hinn þek'kta andlega höfund Eric Bergquist. Ég las þessi Ijóð oft og mörgum sinnum og þau urðu mér innblásturslind. Sú hugs- un fæddist innra með mér, að ég skyldi reyna að semja lag við ein- hvern sálminn og fá þannig nýjan söng til að syngja. Ég var alltaf í þörf fyrir nýja söngva. Eitt ljóðið hreyf mig mest. Það var nefnt Draumurinn. Hið alvarlega efni þess fannst mér sérlega heppilegt fyrir vakningarsamkomur. Brátt hafði ég fengið lag við þetta ljóð, sem mér líkaði og siðan söng ég það oft á samkomum. Da? nokkurn barst mér í hendur O gamalt jólahefti. Þegar ég fletti því, sá ég á fyrstu síðu mynd, sem átti að tákna Jesúm, grátandi yfir Jerú- salem. Við hlið myndarinnar var sálmur um efnið, skrifaður af Con- rad Björkman. Ég las sálminn aft- ur og aftur. Efni hans hreyf mig sérstaklega mikið. Ósegjanleg löng- un greip mig, að geta sungið þenn- an sálrn á samkomum okkar. Ég settist við orgelið og las enn- þá einu sinni fyrsta versið: Frá fjallsins hœL3, í heiSurn sólarljóma hann horjir yjir Jerúsalemborg. En musterió og mennt og þjóðarblóma sér Meistarinn meS djúpri hjartasorg. Hann horjir gegnum hina jögru gylling, sem hylur eymd og smán og bitra nauS. Þar hajna menn í sinni syndaspilling þeim sönnu gœSum, sem hann ojt þeim bauS. En það var alveg ómögulegt að fá nothæft lag við sálminn. Ég byrj- aði að örvænta. Svo las ég annað versið: Og Jesús grét, svo hjartahreinn og blíSur, hans hjarta brann af eldi kærleikans. Ilans eigin þjóS í syndasorta bíSur og sinnir ekki náSarboSskap hans. AS eyrum berast öldur hárra hljóma frá hátíSlegum danz- og veizlusal, en mcSan kvöldiS deyfir dagsins Ijóma, hann dapur reikar yjir Kedronsdal. Allt í einu fæddist lagið, sem er til við þennan sálm. Síðasta versið hljóðar svo: Jerúsalem! Þú öll munt lögS í eySi, því óSum jjölga syndir þínar hér. Mót þér svo Ijúft minn líknarfaSm ég brciSi, þú lokar þínum dyrum jyrir mér. Ó, Jerúsalemborg, þú sjálf þig blekktir, ég bauS þér eilíft líf og jriS og skjól. Vitjunartíma þinn þú ekki þekktir og því er horjin gœju þinnar sól. BARNABLAÐIÐ 75

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.