Barnablaðið - 01.12.1955, Blaðsíða 17

Barnablaðið - 01.12.1955, Blaðsíða 17
„Nei,“ sagði Þuríður. „Ég vil gjarnan koma. Þakka þér fyrir.“ Þuríður hljóp glöð heimleiðis. Henni var ómögulegt að ganga hægt. Hún var þá líka boðin út á laugardaginn. En hvað lá þarna á götunni? Les- bók? Alveg eins og hennar. Þuríð- ur beygði sig og tók upp bókina. Elsa. A bekkur II, stóð á fremsta blaðinu. Hafði Elsa týnt bókinni sinni? Þuríður leit í allar áttir, en engin Elsa var sjáanleg. Eitthvað datt úr bókinni. Það var kort, eins og stúlkurnar höfðu fengið og nafn Þuríðar skrifað á. Hafði Elsa þá ætlað að gefa henni eitt? Ef hún hefði fengið gjöf? Eða vildi hún bara stríða henni fyrst? Það var víst ekki unr annað að ræða en fara með bókina til Elsu, þó skemmtilegt væri það ekki. Ann- ars gat hún ekki lært lexíurnar sín- ar. En var það ekki rétt á hana? Nei, svona mátti hún ekki líugsa. Hún vildi fara með bókina til Elsu. En fyrst ætlaði hún heinr. Þuríður stóð í forstofunni lreinra hjá Elsu og hringdi dyrabjöllunni. Móðir Elsu opnaði hurðina. Elsa stóð á bak við hana. „Nei, ert það þú? Þú kenrur þó ekki til að afþakka boðið á laugar- daginn?“ sagði móðir Elsu undr- andi. „Nei, ég kenr nreð bókina henn- ar Elsu. Ég fann hana á götunni.“ „Elsa, týndirðu bókinni þinni?“ sagði mamma hennar og leit ásak- andi á dóttur sína. „Þetta var fallegt af þér, Þuríður mín,“ sagði hún og snéri sér að Þuríði. Elsa var niðurlút, þegar hún tók á móti lrinni týndu bók og auðvit- að datt boðskortið úr henni á nýj- an Ieik. Móðir Elsu lrafði snúið sér við til að ganga inn. Hún tók því ekki eftir neinu. „Hérna, lrérna, taktu við þessu,“ lrvíslaði Elsa. „Viltu fyrirgefa nrér? Ég veit, að ég hef verið vond við þig, en viltu fyrirgefa mér?“ sagði Elsa. „En ég hef enga gjöf lranda þér," sagði Þuríður stillilega. „Það gerir ekkert til. Komdu bara, gerðu það. Annars verður allt svo leiðinlegt, góða Þura mín.“ „Ég skal segja þér, að ég er þegar boðin til Betu Svenson á horninu. Ég lofaði Betu áðan, að ég skyldi koma.“ Þuríður sá, að Elsa var bæði leið og skömmustuleg. En það var ekk- ert við því að gera. Augu Elsu fyllt- ust tárum. „Jæja, velkomin á laugardag- inn,“ sagði mamma Elsu um leið og hún kvaddi Þuríði. „Þökk fyrir,“ svaraði Þuríður og hneigði sig og lét Elsu það eftir að útskýra málin. í skólanum næsta dag hitti hún Elsu. Hún var á gangi í fyrstu frí- mínútunum, með Betu Svenson. „Þura, ef þú bara vilt, þá frestar Beta sínu jólaboði fram í næstu viku. Elsku Þura mín, komdu nú. BARNABLAÐIÐ 81

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.