Barnablaðið - 01.12.1955, Blaðsíða 18

Barnablaðið - 01.12.1955, Blaðsíða 18
Þú getur ekki trúað, hvað mér finnst þetta allt leiðinlegt.“ Hart stríð geisaði í hjarta Þuríð- ar. Ætti hún að gera eins og Elsa og setja hnykk á höfuðið og af- þakka? En aftur á móti vissi hún, að þannig gerir engin stúlka, sem liefur gefið Jesú hjarta sitt. Og þess vegna gerði hún engan hnykk á höfuðið og ekkert óvingjarnlegt svar kom lieldur. „Þú skilur, að Beta kemur líka,“ liélt Elsa áfram. „Og mamma var svo leið, þegar hún vissi, livað ég liafði gert.“ „Jæja, þakka þér fyrir. Það verð- ur þá eins og þú vilt. Reyndar er ég hér með ofurlitla afmælisgjöf til þín. Elsa roðnaði, en tók við gjöfinni frá Þuríði. Það var lítið, fallegt bókmerki, saumað á stramma með krosssaum. Rauðar rósir og lítil Biblía með krossi á, „Þú áttir ekki að gefa mér neitt,“ sagði Elsa. „Ég hef saumað þetta sjálf,“ svar- aði Þuríður. Allir fengu að sjá, hvað Þuríður hafði saumað, meðal annars kennslukonan. „Þetta er falleg vinna,“ sagði hún. „En hvað þú ert dugleg, Þuríð- ur mín. Og svo ert þú vissulega góð stúlka.“ Hefur kennslukonan tekið eftir öllu? hugsuðu þær Elsa og Þuríður. Það er kannske eins og Kalli sagði einhvern daginn, þegar hann hafði gert eitthvað af sér: „Það er alveg eins og kennslukonan hafi augu í hnakkanum." Kyrrlát gleði fyllti stúlkurnar, þegar þær þrýstu hönd kennslu- konunnar. Þær voru aftur vinir og það mundi verða indælt jólaboð á laugardaginn. Kún grét, en huggaði þó. Á barnasjúkrahúsi einu lá lítil stúlka veik. Hún var hrygg yfir þvi, að mamma hennar skyldi ekki vera þas einnig. Henni fannst hún vera svo einmana ag yfirgfein. Og að síð- ustu byrjaÖi hún að hágráta. Á stofunni var margt fólk, en mamma henn- ar var þar nú ekki. Ó, ef hún mamma aöeins vildi koma! Hlýleg hjúkrunarkona. reyndi á allan hátt aö hughreysta barnið, en árangurslaust. „Mamma, mamma, ó, að mamma kæmi sem fyrst,“ kallaði hún stöðugt. En allt í einu steiniþagnaði hún. AnnaS sjúkt barn var borið inn og lagt í rúmið and- spænis henni. Það barn grét einnig og kallaði á mömmu sína. Eftir stutta stund settist hin fyrst nefnda litla stúlka upp í rúminu sínu: „Gráttu ekki,“ sagSi sún við þjáningafélaga sinn, „þvi að mamma mín er ekki hér held- ur!“ Og hið merkilega skeði, að bæði börnin hættu að gráta og hughreystu hvort annað. „Fagnið með fagnendum og grátið með grát- endum,“ stendur í Heilagri Ritningu. Vissulaga ættum við öll að þakka Guði, sem eigum hina dýrmætu heilsu. Ifefur þú nokkurn tima beygt kné þín og þakkað sérstaklega fyrir þetta, þú, sem ert heilbrigður í dag? Þegar þú þakkar Guði þínum, þá gleymdu ekki að biðja fyrir öllum, sem liggja veikir og einmana og eru hryggir. Ef til vill getur þú einnig heimsótt einhvem sjúkan. Á þann hátt getur þú hughreyst, glatt og uppörvað. Þú, sem ert veikur, og leiður í dag: Lít til Jesú! Hann þráir að hjálpa þér. Hann er með okkur í gleði og sorg, í heilsu og sjúkdómi, já, alla daga, allt til enda veraldar. 82 BARNABLAÐIÐ

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.