Barnablaðið - 01.02.1963, Blaðsíða 10

Barnablaðið - 01.02.1963, Blaðsíða 10
hélt áfram að læra um Jesúm. Og dag nokkurn bað hún með frú Morris, og Jesús fékk bústað í hjarta hennar, og Lulenga fylltist af gleði. „Mig langar að kjósa mér ann- að nafn núna, frú Morris, Biblíu- nafn til að sýna fram á að ég ér ekki lengur hrædd við andana, og að ég kæri mig ekki um þeirra vernd,“ tilkynnti hún. „Nú tilheyri ég Jesú, Drottni gjörvallrar jarð- arinnar!44 Trúboðinn hjálpaði henni að leita sér að nafni, og Lulenga valdi sér nafnið Jóhanna, sem þýðir „Drottinn gefur náðarsam- lega“. Frú Morris lét líka sverfa látúnshringinn úr eyra hennar. Jóhanna litla gekk nú um kring í þorpinu og sagði öllum frá nýja nafninu sínu, og að nú hefði hún Jesúm í hjarta sínu. Hún út- skýrði einnig fyrir fólkinu að það væru sjúkdómabakteríur sem tækju litlu börnin en ekki andarnir. „Lulenga, eða Jóhanna, er mjög hamingjusöm. En látum okkur sjá, hvað hamingja hennar varir lengi,“ sagði gömul kona. En hamingja Jóhönnu varaði, og börnin voru send í skólann með henni, mæðurnar sóttu hjálp í sjúkraskýlið og allir þorpsbúarnir, ásamt höfðingjanum hópuðust á samkomurnar. „Sú, sem hafði ver- ið borin út“, hafði rutt veginn til Jesú, og hamingjuríkara lífs. Þýtt úr Junior Trails. Sylvía Haraldsd. JCoöDoats Réttu mér heilögu hendurnar þínar, Herra minn, Jesús, svo sofi ég rótt. Blessað Guðsljósið með birtuna sína breiðir nú yfir mig himneskan þrótt. Olöf Einarsdóttir. 10 BARNABLAÐIÐ

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.