Barnablaðið - 01.02.1963, Blaðsíða 17

Barnablaðið - 01.02.1963, Blaðsíða 17
heim, Eiríkur," sagði hann rólega. Eiríknr brosti og leit á drengina. í raun og vern vorkenndi hann þeim. „Jæja, strákar, þið nregið fara óáreittir heim með því skilyrði, að þið biðjið Árna fyrirgefningar og gerið þetta aldrei aftur.“ Drengirnir stóðu þarna rjóðir og skömmustulegir og báðu Árna fyrirgefningar. Svo lötruðu þeir heim á leið. Árni skildi ekkert í. hvernig Ei- ríkur gat vitað, að strákarnir lágu bak við runnana og ætluðu að ráð- ast á liann. Ólafur skósmiður kom að í saina bili og gaf skýringuna. „Ha, ha, ha!“ hló liann. „Þetta var nú eitt af því bezta sem ég hef séð. Þetta fór vel, drengir. Þetta varð þeim til lærdóms. Er kannski ekki gott að hafa síma?“ En Árna var enn ekki ljóst, hvernig þessu ölíu var varið, svo að Eiríkur sagði honum það. Ólafur skósmiður liafði séð drengina hrekkja Árna, og hann heyrði líka, hvað þeir sögðust ætla að gera, þegar Eiríkur færi fram- hjá. Hann fór því að símanum og hringdi til ívars kaupmanns. Hann sagði Eiríki svo, þegar liann kom með blaðið og sendi sendisyeininn til þess að hjálpa honum. Svo vit- um við um áframhaldið. Árni ljómaði af ánægju. „En fyndið'!" sagði hann fullur aðdáunar. T appinn. Anna garnla hafði farið út í verzlunarerindum. Nú var hún á heimleið, en þegar hún kom að húsinu. sem Eiríkur átti heima í, Jirökk liún við. „Tu, tu, tu," heyrðist og Anna færði sig eins nálægt húsveggnum og hún komst, því að liún bjóst við, að þetta væri bíll, sem astlaði framhjá. En hún sá engan bíl. Undrandi Jeit hún allt í kringum sig. „Tu!“ heyrðist aftur, en þá varð Önnu ekki um sel. Þetta hlaut að vera eitthvað dulrænt og það um liábjartan daginn! Hún stóð grafkyrr upp við húsvegginn. Þetta galt varla verið annað en ósýnileg- ur bíll, sem þurfti að komast fram- lijá. Hryllingur fór um hana þar sem hún stóð. Anna leit upp í lo£t- ið og allt í kring, en hún sá ekk- ert óvenjulegt og blásturinn heyrð- ist stöðugt. Líklega var bezt að hraðá sér héðan eins fljótt og unnt var. Skömrnu á eftir Önnu kom Hanna á Hnjúki gangandi. Ein- mitt í sömu andránni kvað við ógurlcgt gaul. Hanna stanzaði. „Hvað er þetta?“ sagði liún hátt og tók fyrir eyrun. Hún vildi ekki heyra skotið, þegar grísinn yrði af- lífaður. Henni kom ekki annað í liug, en að þarna ætti að fara að slátra grísi. En þegar ekkert heyrð- ist skotið og gaulið hélt áfram, BARNABLAÐIÐ 17

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.