Barnablaðið - 01.02.1963, Blaðsíða 19

Barnablaðið - 01.02.1963, Blaðsíða 19
oöí. oi2 fólag-attaun 1. Betlehem. 2. Heródes. 3. María. 4. í Nazaret. 5. Um þrjátíu ára gamall. 6. Til dæmis Pétur, Jakob og Jóhannes. 7. Júdas. 8. Pílatus. 9. Golgata. 10. Páskadagur. Margar ráðningar hafa verið sendar til blaðsins að þessu sinni. Því miður hefur mörgum mistek- izt að svara fimmtu spurningunni. Svarið hefur oft verið á þessa leið: „12 ára.“ Þegar Jesús var 12 ára, fór hann upp til Jerúsalem með for- eldrum sínum. En er foreldrar hans héldu aftur heimleiðis, varð Jesús eftir í borginni, og þau leit- uðu hans og fundu hann eftir þriggja daga leit, í helgidóminum þar sem hann var í samræðum við hina skriftlærðu. Það er því eðli- legt að mörg ykkar álíti að hann hafi byrjað starf sitt tólf ára gam- all. — I Lúkasarguðspjalli, 3,23, er svarið við fimmtu spurning- unni. Margar réttar ráðningar hafa þó borizt og höfum við dregið um verðlaunin. Þessir hafa hlotið verðlaun: Anna Stella Marinósdóttir, Karlsbraut 18, Dalvík. Guðjón Björgvin Magnússon, Lindargötu 18, Siglufirði. Ingvar Sveinsson, Ljósvallagötu 16, Reykjavík. ogr sv.'trað Skipstjóri nokkur reyndi að gera skipsdrenginn hlægilegan, vegna þess að hann trúði á Guð. — Sérðu borgina þarna? spurði skipstjórinn. — Já, svaraði skipsdrengurinn. — Sérðu kirkjuna? - Já. — Sérðu Guð þarna? — Nei. — Nei, auðvitað ekki, því að hann er ekki til. Skipverjarnir glöddust og hlógu að fyndni skip- stjórans. Þá snéri drengurinn sér að skipsmönnunum og spurði: — Sjáið þið skipstjórann? - Já- — Sjáið þið húfuna hans? - Já; — Sjáið þið skynsemi hans? — Nei. — Nei, þið sjáið hana ekki, en það þýðir ekki það sama og hann liafi enga. BARNABLAÐIÐ 19

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.