Barnablaðið - 01.04.1963, Blaðsíða 5

Barnablaðið - 01.04.1963, Blaðsíða 5
Á næstu mínútu höfðu allir náð fullkomnu jafnvægi. Allir litu til þess sem verða mundi með örugg- leika og von. Ekkert angistaróp heyrðist, hin ofsalega hræðsla hafði gjörsamlega horfið. I stjórnklefanum sat flugmað- urinn, Thomas Hanly. Hann bað ] íka, bað að kraftaverk ætti sér stað. . . . Hann sá jörðina undir sér koma nær og nær, það var eins og hún ætlaði að gleypa flugvélina. A næsta augnabliki heyrðist hræðilegur hávaði. Rúður vélar- innar sundruðust og búkurinn brotnaði í sundur. Flugmaðurinn fann kröftugan smell og síðan þeyttist framhluti vélarinnar, sem hann var í, eftir jörðinni og stöðv- aðist síðan snögglega. Þetta var það, sem flugmaður- inn fékk að reyna og sagði mér eftir á. Sjálfur hafði ég misst með- vitund. Hann var, til að byrja með, dá- lítið utan við sig. Hann var svo að segja ómeiddur, hafði aðeins hlotið nokkra minniháttar skurði. Honum tókst fljótlega að komast út og fór nú að svipast um eftir farþegunum. Hann leit í kringum sig, en sá ekki nokkurn mann. Flugvélin hafði brotnað í tvennt og fram- hluti hennar fallið til jarðar, en afturhlutinn hafði festzt í tré um það bil fimm hundruð metra frá þeim stað sem hann var á. Áður en hann komst alla leið að afturhluta vélarinnar, þar sem hann hékk upp í trénu, heyrði hann liina rólegu og vingjarnlegu rödd flugfreyjunnar. Hún var að hjálpa farþegunum út úr flugvél- arflakinu. Kraftaverk hafði átt sér stað. — Enginn hafði slasazt. Einn farþeg- anna, eldri maður, saknaði hunds, sem liafði verið með honum í vél- inni. Hann sást hvergi. En einnig hundurinn hafði sloppið ómeidd- ur. Hann hafði stokkið út úr flak- inu og fannst nokkrum stundum síðar á bóndabæ, og hafði fjöl- skyldan tekið að sér hið óttaslegna dýr. Fjölskylda þessi hafði séð flug- vélina hrapa og var sannfærð um að allir hefðu farizt. Nokkrum mínútum síðar, er allir voru komnir út, gengum við öll tll flugfreyjunnar og þrýstum hönd hennar og þökkuðum henni fyrir hina ómetanlegu hjálp. En Philomena hristi höfuðið: „Þakkið mér ekki,“ sagði hún, og rödd hennar var jafn róleg og jafnvægisfull eins og þegar hún nokkrum mínútum áður hafði hvatt okkur til að biðja. „Þakkið ekki mér, við skulum heldur öll í sameiningu þakka Guði fyrir hans undursamlegu björgun!" Og nú eins og áður hlýddu all- ir, beygðu kné sín undir trénu, og lofuðu Guð og þökkuðu honum. BARNABLAÐIÐ 25

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.