Barnablaðið - 01.04.1963, Blaðsíða 7

Barnablaðið - 01.04.1963, Blaðsíða 7
alsins en Eðvald festi hinum end- anum um sig. Félagarnir uppi á brúninni áttu að toga í kaðalinn og á þann hátt hjálpa Eðvald að komast upp á bergið. Kalli var hálf hræddur — honum leizt ekki á þessa fjallgöngu. Hann vissi að þetta var hættulegur leikur. Ef þeir misstu fótfestuna þá mundi Eðvald hrapa og slasa sig og ef til vill missa lífið. En Kalli sagði ekkert og tók fast um kaðalinn. — Nú! kallaði Eðvald. — f lagi! kölluðu félagarnir. Nú fóru þeir að draga og Eðvald þokaðist upp eftir berginu. Dreng- irnir drógu af öllum kröftum og urðu blárauðir í andliti. Eðvald hafði komizt hér um bil hálfa leið upp þegar einum drengjanna varð fótaskortur, en hinir héldu fast í línuna og gáfu ekki eftir. — Við trúum þér! hrópaði Kalli. Við látum þig síga niður aftur! — Nei! hrópaði Eðvald. Kalli var alveg uppgefinn. Þetta var erfiðara en hann hafði búizt við. Þeir héldu nú áfram að draga, og Eðvald þokaðist hægt upp á við. Kraftar drengjanna voru að þrotum komnir. En nú sá Kalli nokkuð al- varlegt. Kaðallinn var að skerast í sundur á hvassri klettabrún. — Línan! Við látum þig síga nið- ur, hrópuðu drengirnir. Þeir létu Eðvald síga varlega nið- ur. Hann mótmælti ekki. Hægt og varlega gáfu þeir eftir á línunni. En Eðvald komst ekki niður áður Hann féll niðnr. en hún slitnaði. Hann gaf frá sér hátt hljóð og féll aftur yfir sig til jarðar. Drengirnir stóðu grafkyrrir. Þeir voru skelfingu lostnir. Er þeir höfðu komið til sjálfra sín flýttu þeir sér niður af berginu og fóru að leita að félaga sínum. Þeir komu auga á hann þar sem hann lá hreyfing- arlaus, en er þeir komu að honum reisti hann sig upp. — Þetta er ekki hættulegt, sagði hann hughreystandi. Ég féll niður í laufhrúgu. En marbletti slepp ég ekki við. — Við skulum aldrei gera slíkt framar, sagði Kalli. Þetta er lífs- hættulegt! BARNABLAÐIÐ 27

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.