Barnablaðið - 01.04.1963, Blaðsíða 8

Barnablaðið - 01.04.1963, Blaðsíða 8
— Það er satt að ég hef klifrað í fjöllum, sagði Eðvald, en þá var pabbi með og hann er svo dugleg- ur fjallgöngumaður. Ég hefði ekki gert þetta ef þið hefðuð ti'úað mér. Því ég vildi ekki standa frammi fyrir ykkur sem ósannindamaður. — Við trúum þér, svöruðu dreng- irnir einum muririi. — Það var heimskulegt af okkur að vantreysta þér, svo þú skyldir þurfa að sanna þetta fyrir okkur. — Ég bjó áður inni í borginni, í Sandahverfinu, sagði Eðvald. Mér fannst þið vera svo merkilegir með ykkur, svo að ég vildi sýna, að ég væri eins hugrakkur og þið. — Það á að byrja að rífa Kvista- og Sandahverfið á morgun, sagði Kalli. Þeir ætla að rífa húsin okk- ar. Eigum við að fara þangað, Eð- vald? — Heimilin ykkar? sögðu hinir drengirnir. Þið búið í okkar hverfi. — Við erum eiginlega ekki al- fluttir ennþá, sagði Eðvald sein- lega. Er það ekki Kalli? — Á morgun erum við alfluttir hingað, sagði Kalli. Kemur þú með, Eðvald? — Já, auðvitað. Sandahverfið er rétt hjá Kvistahverfi. — Er svona erfitt að flytja? sögðu hinir drengirnir. — Já, Það er dálítið erfitt að flytjast frá þeim stað þar sem mað- ur hefur leikið sér svo lengi, sem maður man eftir, sagði Eðvald. í Sandahverfinu þekktust allir. Ef einhver týndi ketti þá hjálpuðust allir við að leita hans. Auðvitað voru húsin léleg, en þau voru skemmtileg. — í Kvistahverfinu var þetta al- veg eins, sagði Kalli. Nú fóru drengirnir að tínast heim einn eftir annan. Eð\rald og Kalli gengu síðastir af stað. Þeir hugsuðu að brátt mundu þeir full- komlega venjast þessu nýja hverfi. En minningarnar um æskuheimili þeirra mundu þó geymast í huga þeirra. B. H. B R É F Hér með sendl ég ykkur greiðslu íyrir sið- asta árgang, og þakka einnig allar góðu sögurnar ykkar, sem mér finnst svo gaman að lesa. Óska Þér alls góðs. Kær kveðja. Jón Björnsson, Steinnesi, Kópaskeri. BARNABLAÐIÐ kemur út flmm sinnum á ári. Árgang- urinn kostar kr. 25.00, og greiðlst I febrúar. 1 lausasölu kostar blaðlð 5 krónur eintakið. RITSTJÓBAB: Leifur og Gun Britt F&lsson CTGEFANDI: Filadelfía, - Hátúnl 2, - Reykjavik. Sími 20735 Borgarprent - Reykjavík 28 BARNABLAÐIÐ

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.