Barnablaðið - 01.04.1963, Blaðsíða 9

Barnablaðið - 01.04.1963, Blaðsíða 9
Lánaðu Guði! Friðrik gekk heirn frá vatninu og hélt á fiskakippu í hendinni. Hann hafði verið að veiða og heppnin hafði verið með honum, svo að hann var mjög glaður. Þarna kom Pétur. — Jæja, svo þú varst' að veiða, sagði Pétur. Drengirnir urðu samferða og töluðu glaðlega saman, þar sem þeir gengu eftir veginum. Þeir gengu nú framhjá húsinu hennar Malinar görnlu. Gamla konan var fyrir utan liúsið er þeir komu. Hún var lítil og bakið orðið beygt og andlitið var hrukkótt. Hún var ekkja og bjó einsömul í þessu litla húsi. Heyrðu Pétur, sagði Friðrik skyndilega, bíddu hérna, ég ætla að fara til Malinar og gefa henni fiskana mína. Hún er fátæk og þeir geta komið henni að góðum notum. — Hvað segirðu, sagði Pétur og skildi hvorki upp né niður. Er þér alvara? Ætlar þú virkilega’ að gefa lienni alla fiskana? — Já, það hef ég hugsað mér, sagði Friðrik rólega, um leið og hann gekk til Malinar og rétti henni fiskakippuna. Hún varð alveg undrandi yfir þessu. — Hvað meinar þú með þessu? spurði hún. — Þú mátt eiga fiskana, sagði Friðrik og hló glaðlega Um leið og hann sneri sér við og gekk til Péturs. Malin hafði ekki einu sinni tíma til að þakka honum fyrir. Félagi hans stóð á veginum og beið hans og þegar Friðrik var kominn til hans, fór Pétur að ásaka hann. — Ósköp ertu heimskur, Frið- rik. Af hverju gerðir þú þetta? — Pabbi er vanur að segja, að sá sem gefur fátækum hann láni Guði, sagði Friðrik og var jafn ró- legur og áður. Hann fann, að hann hafði gert rétt, þegar hann hlýddi hinni innri rödd, sem hafði talað til hans. Hann fann djúpan frið í hjarta sínu, frið sem er æðri öllum mannlegum skilningi. BARNABLAÐIÐ 29

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.