Barnablaðið - 01.04.1963, Blaðsíða 10

Barnablaðið - 01.04.1963, Blaðsíða 10
YNGSTU LESENDURNIR Er Jesús við? Þa3 erum ekki aSeins við sem full- orðin erum, sem höfum þau for- réttindi að biðja til Guðs og get- um reiknað með að fá bœnheyrzlu. Jesús hvetur okkur til að biðja og gefur fyrirheit um að hinn biðjandi skuli fá svar við bœn sinni. Þessi fyrirheit ná því til allra þeirra sem trúa orðum Jesú. Til uppörvunar fyrir ykkur öll œtla ég að segja ykkur sanna frásögn, sem birtist í amerísku blaði. I borg nokkurri, þar sem blað þetta kom út, var lítill drengur sem var mjög veikur. Mamma drengs- ins var orðin ákaflega þreytt, því að hún sat hjá rúmi hans og vakti yfir honum. Dag einn, þegar móðir drengsins stóð upp frá rúmi hans og gekk fram í herbergið þar sem síminn 30 BARNABLAÐIÐ var, sá hún sér til mikillar undrun- ar, að Anna, litla stúlkan hennar, sem var nokkrum árum eldri en veiki drengurinn, hafði náð sér í stól, dregið hann að símanum og síðan klifrað upp á hann og nú stóð hún þama á stólnum með heymartólið fast að eyranu og tal- aði við einhvem. Þetta var enginn leikur hjá litlu stúlkunni, það sást svo greinilega á svip hennar. Hún var mjög al- varleg. Þegar móðirin heyrði á tal litlu stúlkunnar, þá varð henni hlýtt um hjartað og augu hennar fylltust tárum. Þetta var merkilegt samtal, því litla stúlkan sá bœði um spuming- ar og svör. Það var líkast því, að hún heyrði svör í símanum og

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.