Barnablaðið - 01.04.1963, Blaðsíða 15

Barnablaðið - 01.04.1963, Blaðsíða 15
/■ ÖIVIND FRAGELL: FÓRN EIRÍKS FRAMHALDSSAGA 6 „Hættu, hættu!“ æpti Elsa og hélt fyrir eyæun. „Mjá, mjá,“ kvað við frá kett- inum, sem klóraði í hurðina og vildi komast út. Eiríkur leit með fyrirlitningu á systur sína. „Þú hefur ekkert vit á tónlist," sagði hann og hóf blásturinn að nýju. Eins og oft vildi verða, þurfti pabbi að skerast í leikinn. „Ég sé ekki annað ráð, góði minn, en að þú verðir niðri í kjall- ara við að æfa þig. Eiríki var hjartanlega sama hvar hann hafðist við, bara ef hann fékk að blása. — Þannig stóð á því, að hann sat niðri í kjallara og æfði sig af kappi. Fjölskyldan tók á allri sinni þolinmæði og umburðarlyndi, því að ekkert ann- að en æfingin skapar meistarann. Það fékk Eiríkur að reyna. En með góðri tilsögn og iðni tók hann framförum. Þegar fram liðu stundir, gat hann farið að æfa sig uppi í herberginu sínu. Að vísu tók kötturinn enn til fótanna, þegar Eiríkur tók lúðurinn, en við því var ekkert að segja. Verra var, að Elsa skyldi ekki kunna að meta tónlistarafrek hans, þegar tónarnir voru orðnir hreinir og hljómmiklir. Hann gat þegar spil- að tvö ættjarðarlög, svo að vel mátti greina, en Elsa lét ekki hríf- ast. Hana dreymdi bara úm píanó. Það var eitthvað annað en gaulið hjá Eiríki. En Eiríkur blés bara, án þess að láta sig hnýfilyrði Elsu neinu skipta. Svo var það dag einn, að Elsa ætlaði að baka köku með kaffinu. Mamma hafði lagt sig og Elsa var einvöld í eldhúsinu. Hún bar sig eins og drottning, þar sem hún rigsaði um með hvíta svuntu og kappa á höfði. Með yfirlætissvip blandaði hún saman hveiti, smjöri, sykri og öðrum efnum. Loks fór kakan í ofninn og eftirvæntingin var mikil. Eiríkur gat varla varizt hlátri. BARNABLAÐIÐ 35

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.