Barnablaðið - 01.06.1963, Blaðsíða 3

Barnablaðið - 01.06.1963, Blaðsíða 3
Hin biðjandi börn Við ána Reckar í Þýzkalandi í yndislegum dal er lítið sveitaþorp. íbúarnir eru aðallega fátækir dag- launamenn, en flestir þeirra búa þó í sínum eigin húsum, þau eru að vísu lítil og fátækleg, en samt eru allir giaðir yfir að geta búið í eigin liúsi. Börnin þrjú, sem þessi saga er af, höfðu oft heyrt foreldra sína tala um það með þakklæti, hve indælt það væri að geta búið í eigin húsi, þó lítið væri og þröngt. Hús þessarar fjöl skyldu lá alveg í útjarðri þorpsins, og var alltaf kennt við eigandann, og kallað Jakobs hús. Þessi hjón voru trúuð og byrjuðu jafnan hvern dag með bæn til Guðs og sungu honum lof. En af því slíkt var nú ekki venja fólksins, sem þarna bjó, þá voru þessi hjón litin hálfgerðu hornauga og álitin eins konar sérvitringar, er þættust betri en aðrir, og einkum gætti þess mikið hjá konu ma.arans í þorpinu, er liafði sérstaka andúð á þeim. Eitt var það er ekki bætti um fyrir þeim, og það var að Jakob fékkst aldrei til að vinna á sunnudögum, en þess í stað áminnti hann fólk um iðrun og afturhvarf, að snúa sér til Krists og þjóna honum, en slíkt féll ekki í góðan jarðveg, og allra sízt hjá hinni vel efnuðu malarafjölskyldu, er vildi láta vinna jafnt sunnu- daginn, sem aðra daga vikunnar og skeytti lítt um helgihald þess dags. Einn molluheitan dag í ágúst þyrmdi yfir himininn mjög skyndi- iega, með dökkum skýjum, og innan skamms leiftruðu elding- arnar um þorpið og ógurlegt þrumuveður skall á. Fólkið þyrpt- ist út úr húsunum í ofboði, því það vissi að eldingu hafði slegið niður einhvers staðar í þorpinu, en litlu húsin þeirra voru öll úr timbri og með stráþökum og því mjög eldfim, enda sást brátt mik- ill eldur og reykur er óðfluga breyddist út og húsin þeirra stóðu í björtu báli hvert af öðru, svo að fólkið réði ekki við neitt. Það höfðu lengi gengið þurrkar, og stráþökin voru mjög e.dfim, og það var þegar ljóst, að þorpið mundi brenna að mestu leyti. í Jakobs-húsi var enginn heima nema börnin, foreldrar þeirra voru bæði í vinnu í öðru þorpi. — Þar, sem hús þeirra var í útjaðri þorpsins, leið nokkur stund þar til börnin tóku eftir eldsvoðanum, en er þau heyrðu að kirkjuklukk- BARNABLAÐIÐ 43

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.