Barnablaðið - 01.06.1963, Blaðsíða 5

Barnablaðið - 01.06.1963, Blaðsíða 5
hjálpa móður sinni með svo margt, þá fengu þau lítinn tíma til að glíma við óttann og kvíðann, sem hafði gripið þau. Og nú kom vagninn akandi með konuna og barnið heim að húsinu. Jakob og kona hans, ásamt börn- unum stóðu úti og tóku á móti þeim, og buðu þau velkomin. Kona malarans fékk nú góða að- hlynningu, bæði fyrir líkama og sál, í þessu fátæklega verkamanns- heimili, og hún komst nú að raun um að mitt í allri fátækt sinni voru þau miklu ríkari en hún, og hún lærði nú einnig að þekkja og meta það rétt, hjá þessum hjónum, sem hún áður hafði fyrirlitið, og hjá þeim bjó hún, þar til húsið henn- ar hafði verið byggt upp aftur og heilsa hennar orðin góð. Og frásögnin um það, hvemig bænir íitlu barnanna höfðu bjarg- að húsinu þeirra, þegar njerri all- ur bærinn brann til ösku, það hafði mikil og varanleg áhrif á hjarta þessarar konu og samfélag hennar við Drottin. — Malara- konan lærði það hér af, að það er ekki gagnslaust né þýðingarlaust að biðja til Guðs þegar vanda ber að höndum, og lofa og vegsama hans heilaga nafn. Og þegar burt- farardagurinn kom og hún hafði lokið veru sinni á hinu kærleiks- ríka heimili Jakobs-hjónanna, gat hún sagt við þau, eins og Rut sagði við Naómi tengdamóður sína: „Þitt fólk skal vera mitt fólk, og þinn Guð Skal vera minn Guð.“ Rut. 1, 16. Or Kirkeklokken. BARNABLABIÐ 45

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.