Barnablaðið - 01.06.1963, Blaðsíða 9

Barnablaðið - 01.06.1963, Blaðsíða 9
Heimilislausi söiigfvaiiiiii Það skeði á dimmu og köldu vetrarkvöldi. Konráð, sem bjó í litlum bæ í Þýzkalandi, sat í húsi sínu og lék á flautu, meðan Ur- súla kona hans bjó til kvöldmat- inn. Allt í einu heyrðu þau tæra og hreina rödd hljóma fyrir utan húsið. „Refirnir eiga greni og hver fugl sitt litla hreiður. Ég verð að ganga um einsamall og biðja um mat.“ „Þvílík söngrödd,“ sagði Kon- ráð, „það er skömm að því að láta siíka rödd eyðileggjast í þessu kalda veðri.“ „Þetta er barnsrödd. Við skul- um opna og athuga þetta nánar,“ sagði kona hans, sem nýlega hafði misst lítinn dreng, er hún átti og því fann hún svo til með litla drengnum sem stóð fyrir utan hús- dyrnar. Konráð opnaði dyrnar. Þar stóð lítill drengur í slitnum fötum. „Hjálpið mér. Krists vegna,“ sagði drengurinn. ,,Komdu inn drengur rninn," sagði Konráð. „Þú mátt vera hér í nótt.“ „Þökk, góði Guð,“ sagði dreng- urinn og gekk inn í hlýja stofuna. Hitabreytingin hafði þau áhrif á litla drenginn, að hann féll í öngvit. En Úrsúla kom honum til hjálpar og eftir stutta stund var hann búinn að jafna sig. Síðan var lionum gefið að borða og nú fengu hjónin að vita að hann var sonur fátæks námaverkamanns og jöngun hans var að verða prestur. Hann lifði af því að ganga milli Jiúsanna og syngja fyrir fólkið. Hinir nýju vinir drengsins, vildu ekki láta hann tala of mikið, því að liann var svo máttfarinn. Hann fékk gott rúm að sofa í og síðan sátu lijónin hjá rúmi hans þar til hann var sofnaður. Þeim fannst þetta vera yndislegt barn og töluðu um það, að þau vildu taka drenginn að sér, ef hann vildi fallast á það. Þegar drengurinn vaknaði morguninn eftir og fékk að heyra um ákvörðun hjónanna, þá varð hann ákaflega glaður og þakklátur. Drengnum var síðan komið í skóla og seinna fór hann í klaust- ur. Þar fann hann Biblíu, sem liann ías sér til mikillar gleði og við lestur hannar fann hann lífs- ins veg. Seinna í lífinu boðaði litli lieimilislausi söngvarinn, boðskap- inn um að: „Réttlættir af trú höf- um vér því frið við Guð fyrir Drottin vorn Jesúm Krist.“ Konráð og Úrsúla vissu ekki, þegar þau tóku að sér þennan litla dreng að þau voru með um að fæða og klæða eitt af Guðs út- völdu börnum, — því að þetta fá- tæka barn var Martin Luther, brautryðjandi siðabótarinnar. BARNABLAÐIÐ 49

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.