Barnablaðið - 01.06.1963, Blaðsíða 17

Barnablaðið - 01.06.1963, Blaðsíða 17
að vera liugprúður. „En ekki var þetta skemmtilegt,“ bætti hann við. Aftur varð hljótt í sjúkrastof- unni. „Heldurðu, að Jesús viti, að ég ligg hér?“ Spurningin, sem Níels bar frarn, heyrðu þau öll þrjú sem í herberginu voru. Hjónin litu hvort á annað. Ei- ríkur var sem á nálum. Nei, hann var óhæfur til að heimsækja sjúka. Hann leit löngunaraugum til dyra. En svo herti hann upp hugann og svaraði: „Hann veit það áreiðanlega. Það hefur pabbi sagt.“ „Heldur þú, að Jesús vilji hjálpa mér, svo að ég fái að koma heim aftur úr sjúkrahúsinu?" Eiríkur kinkaði kolli til sam- þykkis, en sagði ekkert. Hann veitti því athygli, að foreldrar Níelsar voru svo einkennilega hljóð og var þess vegna hálf óör- uggur. Hann mundi skyndilega eftir því, þegar faðir Níelsar kom til hans og talaði um smáritin. Þess vegna leit hann aftur til dyra. „Kannski er bezt, að þú farir aftur heim,“ sagði Páll. „Ég skal aka þér.“ Eiríki létti. Hann leit á Níels, sem rétti honum höndina. „Þakka þér fyrir, að þú komst. Það var gaman að sjá þig,“ sagði hann. Móðir hans tók líka í hönd Ei- ríks. Eiríkur þorði varla að líta upp. Hann hneigði sig djúpt fyrir henni og gekk síðan út á eftir Páli. Páll ók honum heim án þess að mæla orð frá vörum. En þegar hann nam staðar við heimili Ei- ríks, sagði hann: „Þakka þér fyrir að þú komst til Níelsar.“ Níels hresstist. Honum fór dag- batnandi. Foreldrar hans glöddust og eins var með Eirík. Oft heim- sótti hann Níels og þeir áttu marg- ar ánasgjustundir saman. Dag nokkurn, þegar Eiríkur var hjá honum, sagði hann: „Heyrðu, Eiríkur. Mig langar til að verða eins og þú.“ „Hvernig þá?“ spurði Eiríkur forviða. „Ég-vil tilheyra Jesú.“ ,,Jæja.“ Eiríkur vissi blátt áfram ekki, hverju svara skyldi. Þegar Níels var orðinn nógu frískur til að útskrifast úr sjúkra- húsinu, var Eiríki boðið heim til hans. Móðir Níelsar var sérstak- lega góð við Eirík. „Það er víst skemmtilegt hjá ykkur í þessum sunnudagaskóla, sem þú sækir,“ sagði hún dag einn. Eiríkur hélt nú það. Loks kom að því, að Níels mátti byrja aftur í skólanum. Þá sagði Páll við Eirík: „Þú verður nú að líta eftir hon- um. Hann er svo ógætinn, að hann skríður og klifrar og stekkur, þegar honum dettur í hug.“ T BARNABLAÐIÐ 57

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.