Barnablaðið - 01.06.1963, Blaðsíða 18

Barnablaðið - 01.06.1963, Blaðsíða 18
Eiríkur og Níels litu hvor á annan og brostu. „Og svo var það eitt enn, Eirík- ur.“ Páll ræskti sig og leit á clreng- ina. „Viltu taka Níels með þér í sunnudagaskólann?“ „Má hann þá koma?“ hrökk út úr Eiríki, áður en hann hugsaði sig um. „Má ég fara, pabbi?“ spurði Níels næstum samstundis. „Já, það máttu, Níels.“ Níels hljóp upp um hálsinn á pabba sínum, svo glaður varð hann. Síðdegis þennan dag sátu tveir hjartanlega glaðir drengir úti í trjágarðinum og borðuðu kirsuber. Fimm orð. Inni í lítilli kaffisölu sat maður við borð. Hann hafði beðið um kaffi, en í vasa han var sterkari drykkur. Oft tæmdi hann bollann og fyllti hann aftur af brennivíni. Hann virtist vera orðinn mjög drukkinn. Auk þess var liann óhreinn og illa til fara. Þeim mun meira sem hann drakk, þeim mun háværari varð hann. Eigandi kaffistofunnar bað hann að fara út, en það vildi drukkni maður- inn ekki. Að lokum var hann svo settur út. Blótandi og ragnandi reyndi hann að skreiðast á fætur og slagaði eftir götunni. í sama bili kom Eiríkur með blöðin. Drukkni maðurinn kallaði til hans: „Heyrðu, láttu mig hafa blað — strax!“ „Ég sel ekki blöð,“ svaraði Ei ríkur og ætlaði að halda áfram. En í sömu andrá þreif maður- inn blaðið, sem F.iríkur hélt á í hendinni. Eiríkur ætlaði að reyna að ná blaðinu, en mundi þá, að inni í því lá smárit og lét þess vegna drukkna manninum eftir blaðið með smáritinu og flýtti sér í afgreiðsluna til að fá nýtt blað. Eiríkur kannaðist við manninn, sem tók af honum blaðið. Hann var faðir drengjanna tveggja, sem hrekkt höfðu Árna forðum. Hann var einn af mestu ofdrykkjumönn- um bæjarins og Eiríkur hugsaði til þess með hryllingi, hvemig fjölskyldunni yrði við að fá hann heim svona á sig kominn. En þetta kvöld kom maðurinn ekki heim til sín og ekki heldur næsta kvöld, því að lögreglan hafði tekið hann úr' umferð og hann varð að gista fangaklefann. Eiríkur horfði á með tárin í augunum, þegar lögregluþjónarn- ir stungu honum inn í bílinn og óku af stað. Hefði þetta nú verið pabbi hans. Hann þakkaði Guði fyrir frelsaðan föður. Heima hjá honum leið þeim svo vel. En hvernig var ástandið í heim- ili drykkjumannsins? Eiríkur gat ekki annað en brotið heilann um það. Skyldu börnin bíða eftir föð- ur sínum? Ef til vill vissu þau, að lögreglan hafði tekið liann. Skyldi nokkur matur vera til? Tryggvi og Egill höfðu að minnsta kosti eng- ann bita haft með sér í skólann 58 BARNABLAÐIÐ

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.