Barnablaðið - 01.09.1963, Blaðsíða 2

Barnablaðið - 01.09.1963, Blaðsíða 2
BRÉF OG BRÉFASKIPTI Neskaupstað 9. maí 1963. Kæra Barnablað! Ég sendi hér með árgjaldið 1963, 25.00 kr. Ég bið þig íyrirgefningpr á þvi að ég skuli ekki haía borgað þetta íyrr. — Ég hef mjög gaman af smásögum þínum. Vertu blessað, og ég blð Guð að blessa starfsemi þina. Ingibjörg Guðnadóttir, Þlijuvöllum 3, Neskaupstað. Garði, 6. maí 1963. Ég þakka þér fyrir allar fallegu og góðu sögurnar þínar, og þó sérstaklega framhalds- söguna — Fórn Eiriks. Óska þér alls góðs á komandi árum. Guðfinna Ó. Nývarðsdóttir, Garði, Ólaísfirði. Hóísósi, 9. mai 1963. Kæra Barnablað! Ég sendi hér svörin við getrauninni. Og svo þakka ég þér fyrir skemmtilegt lestrar- efni og þó sérstaklega fyrir íramhaldssög- una — Fórn Eiríks. — Kær kveðja. Kristín R. Fjólmundsdóttir. Grafarnesi, 1. maí 1963. Kæra Barnablað! Ég sendi hér með árgjald blaðsins, 25 kr. Ég bið fyrirgefningar hvað seint ég sendi þetta. Svo þakka ég fyrir allar góðu sögurn- ar. Skemmtilegust finnst mér framhalds- sagan. Svo óska ég blaðinu allra heilla. Fríða B. Valdimarsdóttir, Borgarbraut 10, Grafarnesi. Kæra Barnablað! Ég bið þig að afsaka hvað ég hef dregið að borga þig. Og sendi ég þér hér með 25 kr. fyrir árið 1963. — Mér þykir mjög gaman að lesa þig og hlakka alltaf til, þegar þú kemur. Mér þykir mest gaman að lesa framhaldssögurnar. Með beztu kveðju. Þorgrímur G. Pálmason, Holti á Ásum, Torfalækjarhreppi, Austur-Húnavatnssýslu. Syðra-Fjalli 10. mai 1963. Kæra Barnablað! Ég sendi hér með borgun fyrir blaðið árið 1963. Og bið fyrirgefningar hvað það kemur seint. Ég þakka þér kærlega fyrir allar skemmtilegu sögurnar í því. Ég óska þér góðs gengis á komandi árum. Kær kveðja. Sigrún Ósk Ólafsdóttir, Syðra-Fjalli, Aðaldal, Suður-Þingeyjarsýslu. Freyvangi 27. júni 1963. Kæra Barnablað! Ég sendi hér með borgunina fyrir 3 ár- ganga og biðst afsökunar hvað lengi hefur dregizt að borga blaðið. Mér finnst fram- haldssagan skemmtilegust. Kær kveðja. Vigdís H. Theodórsdöttir, Freyvangi, Eyjafirði. BARNABLAÐIÐ kemur út fimm slnnum á ári. Árgang- urinn kostar kr. 25.00, og greiðlst i febrúar. 1 lausasölu kostar blaðlð 5 krónur elntakið. RITSTJÓRAR: Leifur og Gun Britt Pál»»on CTGEFANDI: Fiiadelfia, - Hátúni 2, - Reykjavik. Sími 20735 Borgarprent - Reykjavík

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.