Barnablaðið - 01.09.1963, Blaðsíða 3

Barnablaðið - 01.09.1963, Blaðsíða 3
Bœn Mozarts Fyrir mörgum árum síðan bjuggu tvö systkini ásamt foreldr- um sínum í Salsburg í Austurríki. Fram hjá litla húsinu þeirra rann yndislegt fijót. Bæði börnin voru mjög sönghneigð. Faðir þeirra var tónlistarkennari og þau voru nem- endur hans. Þegar Friðríka Mozart var aðeins 6 ára gömul, var hún farin að spila mjög vel á slag- hörpu. En hún komst þó ekki til jafns við litla bróður sinn, því að þegar hann settist við hljóðfærið hljómuðu svo undursamlegir tón- ar út frá því, að enginn hafði heyrt annað eins, þegar um svo ungt barn var að ræða. Heimilið var fátækt, svo að oft- ar en einu sinni kom það fyrir að börnin fengu ekki satt hungur sitt. En þau elskuðu hvort annað og voru þakklát fyrir það sem þau fengu. Dag einn sagði drengurinn við systur sína: „Komdu, við skulum fara út í skóginn. Þar syngja fugl- arnir svo yndislega og þar heyrist niður fljótsins eins og fögur hljóm- iist.“ Þau fóru af stað. Eftir litla stund, er þau sátu í skugga trjánna, sagði drengurinn allt í einu: „Systir mín! Finnst þér þetta ekki vera undursamlegur bænastaður?" „Jú, en hvað eigum við þá að biðja um?“ „Við þurfum að biðja Guð um að hjálpa pabba og mömmu,“ svar- aði drengurinn. „Það hvílir ein- hver byrði á þeim. Vesalings mamma brosir næstum aldrei, og ég hugsa, að það sé vegna þess, að hún á ekki nóg brauð handa okk- ur. En Guð getur hjálpað þeim.“ „Já,“ svaraði systir hans, „við skulum biðja.“ Því næst beygðu þau kné sín >og báðu sinn himneska föður að blessa foreldra sína, og að þau gætu orðið þeim til hjálpar. „En hvernig heldur þú, að við getum hjálpað þeim?“ spurði Frið- rika undrandi. „Ég veit það eiginlega ekki,“ svaraði Wolfgang, „en sál mín er fuil af tónum, og stundum finnst mér ég eigi eftir að spila fyrir margt fólk og þá fæ ég nóga pen- inga til þess að hjálpa pabba og mömmu. Þá skal ég láta þau hafa stórt og fallegt hús til að búa í, svo að þeim geti liðið sem bezt og þau orðið glöð aftur.“ Þá heyrði drengurinn allt í einu lágan hlátur, svo að hann var al- veg undrandi, því að hann vissi BARNABLAÐIÐ 63

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.