Barnablaðið - 01.09.1963, Blaðsíða 4

Barnablaðið - 01.09.1963, Blaðsíða 4
ekki af neinum, sem hlustaði á orð hans nema Friðriku. En er hann snéri sér við, kom hann auga á ókunnan mann, sem var að koma út úr skóginum. Maðurinn leit svo forvitnislega á börnin, að Friðríku fannst hún vera neydd til þess að útskýra þetta svolítið fyrir honum. „Hann Wolfgang sagðist ein- hverntíma ætla að verða mikill tónlistarmaður, og þá getur hann grætt mikla peninga, svo að við þurfum ekki að vera fátæk lengur.“ „Já, hann getur það ef til vill, þegar hann er búinn að læra nógu mikið,“ sagði maðurinn. „Hann er aðeins 6 ára gamall," svaraði Friðrika, en hann getur spilað alveg undursamlega og líka samið lög.“ „Nei, það getur nú ekki verið," svaraði ókunni maðurinn efa- blandinn. „Viljið þér koma og h'iusta á mig, herra?“ spurði drengurinn. „Já, það getur vel verið. Er það þá ekki bezt að ég komi í kvöld?" Börnin fóru undir eins heim og sögðu foreldrum sínum tíðindin, og þau urðu alveg undrandi. Þegar kvöld var komið, var bar- ið kurteislega að dyrum, og þegar opnað var, sáu þau ókunna mann- inn, sem þau höfðu hitt í skógin- um, standa fyrir utan. Hann var með stóra körfu á handleggnum, sem var full af alls konar matvæl- um, svo að það kvöld varð veizla í fátæklega heimilinu. Á þann hátt svaraði Guð bænum barnanna í það sinn. Eftir kvöldmatinn viidi gestur- inn heyra Wolfgang spila og þegar hann var setztur við hljóðfærið, og fór að spila lög sem hann hafði sjálfur samið, varð gesturinn gagn- tekinn af undrun og hrifningu, er hann heyrði þessa undursam- legu tóna hljóma um herbergið. En faðir Wolfgangs varð ekki síður undrandi, því að hann hafði veitt athygli hver gesturinn var. En hann var enginn annar en Francis I., sjálfur keisarinn. Nokkru síðar var allri fjölskyld- unni boðið til keisarans í Vínar- borg, þar sem Wolfgang Mozart spilaði fyrir fjölskyidu keisarans og vakti undrun allra viðstaddra, 64 BARNABLAÐIÐ

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.