Barnablaðið - 01.09.1963, Blaðsíða 6

Barnablaðið - 01.09.1963, Blaðsíða 6
kinnarnar og litli líkaminn titr- aði af grátekka. Að nokkrum tíma liðnum fór hún að segja frá líðan sinni. For- eldrar hennar mundu brátt flytja og þau voru að hugsa um að koma henni fyrir á barnaheimili. Og engan átti hún að, sem þætti vænt um hana. Faðir hennar var drykkjumaður og í heimilinu var stöðugt ósamlyndi. — Hvað sem foreldrarnir segja, þá verður nú Kristín litla að fara í bað og klæðast hreinum fötum, sagði mamma Evu. Evu varð hlýtt um hjartaræturn- ar, þegar hún fór að baða Krist- ínu. Hún hafði alltaf þráð að eiga litla systur, og nú annaðist hún um Kristínu litlu og fékk henni ilm- andi sápu og bezta baðsaltið. —■ Nú líður þér vei, Eva, sagði mamma, þegar hún kom með hrein handklæði inn í baðherbergið. — Að hugsa sér, ef Kristín væri systir mín, svaraði Eva eins og í draumi. Ég er bráðum 12 ára og Kristín sex, það er alveg mátuleg- ur mismunur á aldri systkina. — Vertu róleg, Eva litla! Kristín litla á að verða hrein og vel klædd, enda þótt það kunni að kosta okkur óþægindi. Það eru til gömul föt af þér, sem munu vera mátuleg á hana. Fötin sem Eva var vaxin upp úr fóru Kristínu vel og hún umbreytt- ist algerlega. Hrein og vel klædd stóð hún frammi fyrir mæðgunum. — Fötin skapa manninn, sagði mamma Evu. Þetta var hún vön að segja þegar einhver klæddist fallegum fötum. Dagurinn leið að kvöldi. Kristín litla var kyrr hjá mæðgunum. Hvorugt foreldranna var enn kom- ið heim. Sjálf hafði hún lykil að heimilinu, sem hún bar í snúru um hálsinn, en mamma Evu leyfði henni ekki að fara. Þegar klukkan var átta var kveikt uppi hjá Kristínu. Hans, pabbi Evu fór upp til að tala við foreldra Kristínar. Það leið þó nokkur tími þar tii hann kom aftur. Hann var þá í svo mikilli geðshræringu, að hann kom lengi vel ekki upp nokkru orði. Að lokum sagði hann frá því, að það væri margt drukkið fólk saman komið í heim- ili Kristínar. Þau höfðu skammað hann og hótað honum lögreglunni ef hann kæmi ekki með Kristínu. — Við höfum komið okkur í mikinn vanda sagði mamma Evu. Ég skal færa þetta í lag, sagði pabbi Evu hughreystandi. Næstu nótt svaf Kristín hjá Evu. Annað kom ekki til mála. Og báðar telpurnar voru ánægðar. Kristín vildi ekki sofa ein í dag- stofunni og það var ekki hægt að hafa rúm Evu þar. Þarna láu nú litlu stúlkurnar og töluðu saman. Eva sagði frá sunnudagaskólanum og hvað maður fengi að læra þar. Hún talaði um Jesúm og hvernig hann hefði verið í heiminn bor- inn. Kristín hafði aldrei heyrt um 66 BARNABLAÐIÐ

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.