Barnablaðið - 01.09.1963, Blaðsíða 12

Barnablaðið - 01.09.1963, Blaðsíða 12
— Komdu inn, Pétur minn! En hve gaman að þú skulir heimsœkja mig við og við. — Ég er kominn til að fœra þér smdgjöf, sagði Pétur og rétti henni pokann. Ég fékk peninga í afmœlis- gjöf og hafði nú hugsað mér að kaupa eitthvað annað fyrst, en svo fór ég að hugsa um þig. Ég mátti kaupa það sem mig langaði til, bœtti hann við. Þegar Soffía sá hvað var í pokan- um klappaði hún saman lófunum af hrifningu. — Svona fínar aprí- kósur, kallaði hún upp yfir sig. Og Pétur er jafn glaður. Andlit hans ljómar eins og sólin. Og síðan setzt hann í ruggustól- inn hennar og hún segir honum frá ýmsum atburðum, sem gerzt hafa fyrr á árum og sem hún er að hugsa um, þegar hún situr ein heima. Það er svo skemmtilegt að sitja þama og rugga sér og hlusta á hlýlega rödd Soffíu. — Héma um daginn sá ég geit, segir Pétur. Hún hafði horn. Hefur þú nokkum tíma séð geit? Iá, Soffía hefur séð margar geit- ur og hún segir Pétri frá því, að hún hafi gœtt geita þegar hún var ung og hversu þreytt hún hafi ver- ið á kvöldin þegar hún kom heim að loknu dagsverki. Einu sinni stalst ein geitanna frá henni og hún varð að leita hennar heila nótt í dimm- um skóginum. Pétur ruggar sér og hlustar. Hann langar til að standa lengi, lengi við. En hann verður að fara heim. Mamma bíður örugglega eftir hon- um heima. — Þakka þér exui á ný, segir Soffía, þegar hann fer. Pétur er brosandi þegar haxm leggur af stað. Hann er svo yfirmáta hamingjusamur — já, frá sér num- inn af gleði. Þetta var bezta afmœlisgjöfin, sem amma hafði nokkumtíma gefið honum. Þrjátíu krónur fyrir apríkós- ur. Og haim hugsar ekkert um það, að hann fékk aðeins að smakka eina. Það var gjöf að fá að gefa. Og þegar hann kemur heim, spyr mamma náttúrlega, hvort haxm hafi keypt sér litabók. En það hafði haxm eklá gert. Afmœlisgjöfin hans liggur í búrinu hennar Soffíu, og þegar mamma hans kemst að því segir hún: — Guð elskar glaðan gjafara. 72 BARNABLAÐIÐ

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.