Barnablaðið - 01.09.1963, Blaðsíða 18

Barnablaðið - 01.09.1963, Blaðsíða 18
Mikið var það fallegt. Og maður- inn hafði líka brosað. Hann var í þann veginn að bíta í eplið, rautt og girnilegt, þegar skelfilegri hugs- un skaut upp í huga hans. Ef eplið væri eitrað! Hann skoðaði það. Væri þorandi að borða það? Það gæti riðið honum að fullu. „Vondi maðurinn“ hafði áreiðan- lega lært eiturbrugg af villimönn- unum í Afríku. Eiríkur þeytti epl- inu út í sjó og hélt áfram. Hann var næstum viss um að hafa slopp- ið úr heljargreipum. Líklega væri bezt að forðast póstkassa „vonda mannsins". Eiríkur var alveg lystarlaus, þeg- ar hann kom heim í hádegismat. Mamma leit á hann. „Ertu veikur?“ spurði hún. Eiríkur svaraði neitandi. Hann var ekki veikur. „Nú, borðaðu þá“, sagði mamma. Eiríkur reyndi, en kom engu niður. „Hvað er nú á seiði?“ spurði pabbi. „Maður er farinn að venj- ast ýmsu. . . . “ „Ég hefði getað verið dáinn núna, ú-hú-ú“, sagði Eiríkur og fór að hágráta. Fólkið leit forviða á hann. „Hvað kom eiginlega fyrir?“ spurðu margir í einu. Þá varð Eirík- ur að segja frá „vonda manninum" og „eitraða" eplinu og hvað hann hefði orðið hræddur, þegar mað- urinn birtist. Yngri systkini Eiríks hlustuðu agndofa. Þau voru næstum farin að gráta við hugsunina um þá óg- urlegu hættu, sem bróðir þeirra hafði ratað í. En pabbi þeirra hló svo dátt, að við lá, að Eiríkur móðgaðist. Þetta var síður en svo hlægilegt. Ef nú.. . . „Vondi maðurinn“ er ekki hættulegur," sagði pabbi. „Hann hefur aldrei gert manni mein, svo að ég skil ekki, hvers vegna fólk er svona hrætt við hann. Að vísu kemur hann kynlega fyrir sjónir, en það gera fleiri.“ Ekki reyndist auðvelt að upp- ræta ótta barnanna við ,vonda manninn". Svo mikið og margt höfðu þau heyrt um hann, að sterkar sannanir urðu að koma fram til að vinna bug á því. „Hann er svo voða vondur'1, sagði Hans litli og leit með með- aumkun á Eirík. „Vondi maðurinn kemst ekki til himins“, sagði annað systkinin- anna. „Hvers vegna ekki?“ spurði mamma. „Hann er svo vondur. Hann hef- ur borðað mann!“ „Svona megið þið aldrei tala,“ sagði pabbi mjög alvarlegur. „Þið skuluð ekki hlusta á slúður. Á ég að segja ykkur dálítið um þennan mann?“ Allir voru samþykkir því og svo hóf pabbi frásögnina. „Vondi maðurinn", eins og fólk nefnir hann, er fæddur í Englandi. 78 BARNABLAÐIÐ

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.