Barnablaðið - 01.09.1963, Blaðsíða 19

Barnablaðið - 01.09.1963, Blaðsíða 19
Hann er af ríkum komin og er ríkur. Ungur fór hann til Afríku og ætlaði að stunda dýraveiðar. Þar var liann mörg ár. Og nú skuluð þið taka vel eftir. — Þar komst hann í kynni við kristni- boða og varð sjálfur sannkristinn maður. Hann slóst í fylgd með kristniboðanum og hjálpaði hon- um í starfinu, svo að hann varð í raun og veru kristniboði. Hann gaf miklar fjárhæðir til kristniboðs og reisti kristniboðstöð í Kongó. En svo varð hann fyrir eitruðu skordýrabiti. Hann virtist dauð- ans matur, en hélt þó lífi. Samt kom í ljós, að sjúkdómurinn hafði haft ólæknandi afleiðingar. Mað- urinn varð mannfælinn og fékk ýmsar grillur. Meðal annars vildi hann hvorki klippa sig né raka. Eini maðurinn sem hann var ekki hræddur við var kristniboðinn og þegar hann fór heim til Noregs, fór Englendingurinn með honum. Hann keypti svo húsið, sem hann á nú heima í. Kristniboðinn fór aftur til Afríku, en Englendingur- urinn varð eftir hér. Nú eru mörg ár síðan hann kom. Hann er ekki vitskerrtur, eins og fólk segir. Hann er mjög vel gefinn og víð- lesinn. En einrænn er hann og sérkennilegur, því verður ekki neitað.“ „En hvernig veizt þú þetta, pabbi?“ spurði Eiríkur. „Það skal ég segja þér. Ég þekki kristniboðann, sem ég sagði ykk- ur frá, mjög vel og hann sagði mér þetta urn „vonda manninn.“ Hann heitir annars Edward Wright." Eiríki fannst þetta merkileg saga. Nú kenndi hann í brjósti um manninn. Hann var þá ekkert hættulegur. Hann iðraðist hugsana sinna um hann og sá eftir eplinu, sem hann hafði fleygt. Daginn eftir stakk Eiríkur smá- riti í póstkassa mannsins. Nú var hann ekki lengur hrædd- ur. Eiríkur treysti pabba sínum fullkomlega, og hann sagði, að ekkert væri að óttast. Eiríkur hu«rs- o aði mikið um „vonda manninn", sem einu sinni hafði verið kristni- boði. Kristniboði var ein æðsta staða, sem Eiríkur gat hugsað sér. Að fara út til heiðingjanna með fagnaðarboðskapinn um Jesú. Ei- ríki dreymdi oft um að verða kristniboði. Níels og hann höfðu rætt þetta sín á milli. Níels átti móðurbróður, sem var búsettur í Afríku og þangað ætluðu Níels og foreldrar hans næsta sumar. Nærri lá, að Eiríkur öfundaði Níels. Hve lengi skyldi hann þurfa að bera út blöð til þess að eiga fyrir fargjaldi til Afríku? Dag nokkurn sá Eiríkur „vonda manninn" hinum megin götunn- ar, koma á móti sér. Eiríkur sá fólk líta við og stara á manninn. Börnin sem léku sér á gangstétt- inni stóðu upp og hlupu burt. Eiríki gramdist. Hvað fólk gat ver- ið heimskt. Hann langaði til að hrópa til þess, að „vondi maður- inn“ væri ekki hættulegur. Frh. BARNABLAÐIÐ 79

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.