Barnablaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 3

Barnablaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 3
Jólahugleiðing Öll börn eiga það sameiginlegt að bíða með mikilli eftirvænting og tilhlökkun eftir jólunum. Þeg- ar ég var barn átti ég þessa reynslu og ég reikna með að börnin sem hugsa til jólanna 1963 beri svipað- ar tiliinningar í brjósti, og reynd- ar er það svo að allir hlákka til jólanna að meira eða minna leyti. Jólin eru fagnaðarhátíð. Nú langar mig til að segja ykk- ur frá mínum jólum, hvernig ég reyndi þau þegar ég var lítill drengur. Ég átti þá heima í sveit og nú skuluð þið fá að heyra hvernig sveitabörnin héldu jólin hátíðleg fyrir um það bil tuttugu og fimm til þrjátíu árum síðan. Nokkru fyrir jól fengum við systkinin það hlutverk að fara og sækja lyng til að skreyta með jóla- tréð. Það var mjög spennandi ferðalag. Við fórum með poka með okkur, sem við létum lyngið í og bárum síðan heim. Lyngið var síð- an notað til að klæða jólatréð. Faðir minn hafði smíðað jólatréð. Ef ég man rétt þá var það úr eik og einn og hálfur til tveir metrar á hæð. Á tréð eða stofn þess voru síðan boruð göt með jöfnu m'illi- bili og tréspöðum (trélistar), sem áttu að tákna greinar, var síðan stungið í götin. Þessir spaðar voru misjafnir að lengd, þannig að tréð var mest ummáls að neðan en mjókkaði, eftir því sem ofar dró. Tréð og tréspaðarnir eða greinar þess skulum við segja var síðan klætt með lynginu, kerti fest á enda hvers spaða og það síðan skreytt með ýmsu skrauti. Þegar þessu var lokið líktist tréð þeim raunverulegu grenitrjám sem nú í dag eru alþekkt á meðal okkal'. Ég man sérstaklega eftir skreyt- ingunni, sem var efst á jólatrénu. Efst í toppnum var komið f}TÍr fallegri stjörnu og undir henni var málmhringur og í kant hans voru festar þrjár eða fjórar englamynd- ir. Hver engill hafði lúður, sem hann blés í og þegar kveikt hafði verið á kertunum þá flugu engl- arnir af stað, það er að segja, hringurinn snerist vegna hitans drá kertunum. Þetta fannst mér mjög skemmtilegt að horfa á. BARNABI.AÐIÐ 83

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.