Barnablaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 5

Barnablaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 5
eru jólagjafirnar. Það er að segja sá siður, að við gefum hvert öðru jólagjafir. Að vísu eru jólagjafirn- ar nú á dögum fullkomnari, fleiri og umfangsmeiri, en ég er ekki viss um að börnin í dag séu svo mikið glaðari þrátt fyrir þessa breytingu. Ég hef heyrt sagt að jólin eins og við þekkjum þau í dag, séu komin úr sínum rétta farvegi, þau séu orðin að verzlun- arhátíð í stað þess að vera fæðing- arhátíð Frelsarans. Ég legg það í ykkar vald að dæma um hvort þetta sé þannig í raun og veru. Eitt er þó alveg víst, að við meg- um aldrei gleyma tilgangi jól- anna. Minnumst þess, að jólin eru haldin í minningu um þá dýrmæt- ustu og mestu gjöf, sem nokkru sinni hefur verið gefin. Jólin eiga að minna okkur á, að Guð gaf oss sinn son, Jesúm Krist, að frelsara, vini og leiðtoga lífs okk- ar. Minnumst orðanna sem engill- inn sagði forðum við hirðana á Betlehemsvöllum: „Verið óhrædd- ir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum, því að yður er í dag frelsari fæddur.“ — Guð hefur gef- ið okkur öllum gjöf, hverjum ein- asta manni, hverju einasta barni, enginn er undanskilinn. Við skul- um minnast orða engilsins sem flutti boðskapinn frá himni. Ver- um óhrædd, tökum á móti og þökkum fyrir Guðs óumræðilegu gjöf, sem er Jesús Kristur, þinn og minn frelsari. Gleðileg Jól! L. P. BARNABLAÐIB 85

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.