Barnablaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 11

Barnablaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 11
Pabbi œtlar hvort sem er að höggva það niður í vor. Við gerum það þótt mömmu finnist það fallegt með snjónum ó. 6. Þeir hristu nú tréð eins kröftug- lega og þeir gdtu og nú komu neðstu greinar trésins í ljós. Þeir kveiktu nú eld í skjóli kletts- ins og bóru hann að neðstu grein- um trésins. Þeir höfðu einnig með sér dálítið af blöðum, sem þeir kveiktu í og á þennan hátt tókst þeim að fá gamla grenitréð til að brenna. Þetta varð mikið bál, sem sást langt að. Það var heppilegt að stormurinn stóð af húsinu, því armars hefði húsið verið í hœttu. 7. Úti á ísnum gekk faðir drengj- anna með sína þungu byrði. Allt í einu sá hann eldinn og um leið tók hann eftir því að hann gekk í öfuga átt. Hann gekk frá strönd- inni á móti hinu opna hafi. Hann sneri strax við og gekk nú til strandarinnar. Hvað hefur komið fyrir, hugsaði hann, brennur gamla grenitréð. Drengimir hljóta að hafa kveikt í trénu. Pabbi skildi hvemig á þessu stóð. Þeir hefðu aldrei gert þetta af sjálfsdáðum. Guð hafði gefið þeim þessa hugmynd á neyð- arinnar stund. 8. Nú komu foreldrar drengjaima heim. Nikulás var nú orðinn hress eftir fallið á ísnum. Nú var kveikt á jólatrénu. Allir voru svo glaðir yfir hjálp Guðs og að allt hafði endað svo vel. Gamla grenitréð var að mestu bmnnið, á stöku stað sá- ust rauðar glóðir. Það haíði verið feyskið og krœkklótt, en það hafði gert milda þjónustu þetta aðfanga- dagskvöld. BARNABLAÐIÐ 91

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.