Barnablaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 18

Barnablaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 18
Það var mikii.i. stormur og úfinn sjór þegar skipshöfnin á skipinu sem saga þessi greinir frá komst að því að leki var kominn að því. Sjórinn streymdi inn í skipið og brátt fór það að sökkva. Björgun- arbáturinn var látinn síga í sjóinn og skipshöfnin fór síðan í bátinn. Nóttin var myrk og ekkert lát var á storminum. Vonir um björgun voru ekki svo glæsilegar. Nokkur tími leið en allt í einu sáu skipbrotsmennirnir ljós frá togara sem nálgaðist þá. En hvern- ig gátu þeir vakið athygli á sér hjá skipshöfninni á togaranum? Þeir hófu leit í bátnum og að lokum fundu þeir ljósker .En hvernig áttu þeir að kveikja? — Skipsmennirnir leituðu í vösum sínum og einn þeirra fann eld- spýtnastokk, en í honum voru engar eldspýtur. Skipstjórinn skip- aði mönnum sínum að leita betur og það var gert. Vösum og fóðri var snúið við og að lokum fann einn skipverjanna eina eldspýtu. Skipstjóranum var afhentur eld- spýtnastökkurinn. Skipshöfnin rað- aði sér umhverfis skipstjórann til að reyna að rnynda skjól fyrir storminum. Allir biðu í mikilli eftirvænting. Mundi þetta heppnast? Skipstjór- inn sagði síðar frá því að hann hefði oft komizt í erfiðar kringum- stæður, en aldrei hefði hann fund- ið ábyrgðartilfinninguna leggjast jafn þungt á sig og í þetta sinn. er hann átti að reyna að kveikja ljós með þessari einu eldspýtu. F.n þetta heppnaðist — eldspýt- an logaði og megnaði að kveikja Ijós á ljóskerinu. Skipshöfn togar- ans sá Ijósið og mönnunum var bjargað. Hvers vegna var þessi litla eld- spýta svo þýðingarmikil? Það var vegna þess að hún var sii einasta sem til var í bátnum. Munum eftir þessu: Við eigum aðeins eina œsku. Við eigum aðeins eitt líf. Við eigum aðeins einn Frelsara. 98 BARNABLAÐIÐ

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.